Skipt um hlutverk.

Í landsleiknum í dag má segja að Ísland hafi verið í hlutverki Norðmanna í leiknum hérna uppi á dögunum. Leikur þeirra var slakur rétt eins og Norðmanna á Laugardalsvelli. Að sama skapi voru kýpverjar í dag í hlutverki Íslands gegn Noðmönnum.

það sem virðist gerast þarna er, að undanfarin ár hefur orðið breiting á leikstíl íslenska landsliðsins. Fyrr á arum var leikstíll Íslands ekkert flókinn. 1. Pakka í vörn. 2. Pakka í vörn og 3. pakka í vörn. þannig var það í flestum alvöruleikjum sem landsliðið fékk. Svo var spekulerað eitthvað aðeins í hraðaupphlaupum. Að öðru leiti var boltinn bara kýlingar eitthvað útí loftið.

Á síðustu árum hefur verið reynt að innleiða alþjóðlegar kröfur sem orðnar eru í boltanum. þ.e. að boltanum sé spilað allavega 2-3 sinnum á milli sín á 10 mínútna fresti.

það sem gerðist gegn Norðmönnum var að spil Íslands heppnaðist þokkalega. Norðmenn virkuðu lengst af þungir og eins og slegnir útaf laginu. Kýpur hefur augljóslega skoðað myndband af þeim leik og kortlagt leikskipulag Íslands. Ennfremur spilar inní án efa að leikstíll Íslands í Noregsleiknum hentaði vel Kýpur. þeir eru fyrir stutt spil, flinkir og fljótir og boltameðferð flott.

Kýpur var bara miklu betra í spilinu en Ísland. Íslendingar virkuðu þungir og eins slegnir útaf laginu rétt eins og Norðmenn gegn Íslandi. Kýpur var miklu sterkara á miðjunni og Íslandi tókst aldrei almennilega að spila gegnum miðjuna af viti og misstu boltan á hættulegum svæðum slag í slag.

En jú jú, óvenjuslæmur dagur hjá liðinu en þetta er samt á réttri leið. Liðið er ungt og þetta á eftir að slípast allt saman betur saman á næstu 6-10 árum.


mbl.is Ísland tapaði í fyrsta skipti gegn Kýpur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband