Alþjóðleg þróun.

Íslendingar vita lítið um svokallaða útfærslu landhelgi og í framhaldi derring innbyggjara við erlendar þjóðir. Í stuttu máli liggur efnið þannig að það að efnahagslögsaga ríkja stækkaði var alþjóðleg þróun. Ísland hafði ekkert með þetta að gera per se. Var bara þróun sem Island aðlagaðist að.

Nú nú. Allt gott og blessað. Vandamálið var bara að innbyggjar þurftu endilega í hvert skipti að vera með derring og reyndu að troða illsakir við útlendinga vegna þjóðrembingseffektsins með tilheyrandi skaða fyrir landið og álitshnekki.


mbl.is 40 ár frá stækkun fiskveiðilögsögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Rugl!!!

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 1.9.2012 kl. 19:27

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Meei. þetta er ekki rugl. þetta eru staðreyndir.

Sagan var í raun ákveðin með Truman-Yfirlýsinginni 1945.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.9.2012 kl. 20:08

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Þarf Ísland einhverja stjórnarskrá og lög, ef ekkert er að marka slíkar sýndarmennsku-skrár og lög?

Er ekki farælast og réttlátast fyrir alla að halda sig við kjarna raunveruleikans?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.9.2012 kl. 20:11

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já. þó ekkert sé að marka stjórnarskrá og lög, þá þyrftir Ísland samt slíkt. Uppá formið.

Jú, farsælast og best að halda sig við kjarna raunveruleikann.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.9.2012 kl. 20:49

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar Bjarki, þú ert alveg hreint ótrúlegur!  Hvaða lesefni hefur þú þarna austur á útnesjum?

Íslendingar færðu landhelgina, einhliða, útí 200 mílur í þorskastríðinu 1975-76, sem var síðan staðfest af Alþjóðadómstólnum í Haag og hefur síðan gilt fyrir allar strandveiðiþjóðir heimsins.

Ísland var frumkvöðull að þessari alþjóðlegu þróun - ekki  þolandi.

Kolbrún Hilmars, 1.9.2012 kl. 20:54

6 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Progressive, agressive eða modest?

Allar leiðir voru færar.

Við vorum s.s. progressive en hefðum auðveldlega getað verið agressive og fært lögsögu okkar utar.

Modest hefði látið sér nægja að snúa sér á hina hliðina.

Óskar Guðmundsson, 1.9.2012 kl. 21:22

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það þarf eiginlega svona "öfugsnúningsgleraugu" (ef slíkt fyrirbæri væri fáanlegt) til þess að geta lesið þetta blogg hérna á þess að sundla.

Til hamingju Ómar Bjarki, með enn eitt meistaraverkið.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.9.2012 kl. 21:35

8 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það talar hver fyrir sig Ómar og greinilegt á þessum skrifum að þú heldur að Þjóðin sé eins og þú...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.9.2012 kl. 02:32

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki alveg rétt Kolbrún ef ég man rétt.

Bretar höfðu krafist 200 mílna lögsögu fyrir olíu réttindi (mineral rights) og verið staðfest.

Þetta var aðal ástæðan fyir því að íslendingar fóru fram á það sama og dómstóllinn í Haag dæmdi eins og þar var gert.

Auðvitað gat Haag dómstóllinn ekki bannað íslendingum að krefjast allra fiskiréttinda og mineral rights af því að bretar voru með 200 mílna lögsögu fyrir fiski og mineral rights.

Þannig að það má segja að bretar hafi komið þessari 200 mílnareglu á.

Getur verið að mig mismynni, en ég held nú samt að þetta sé rétt í hvaða röð atburðirnir gerðust.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 2.9.2012 kl. 09:58

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þið eruð eigi að skilja þetta og hafið sennilega ekkert kynnt ykkur efnið. þetta var þannig að það að ríki hefðu 200.mílna efnahagslögsögu var aljóðleg þróun sem Ísland aðlagaðist sem vonlegt var. það hefði verið hægt að leysa þetta allt saman með samningum. Með að gefa fólki sanngjarnan aðlögunnartíma. Innbyggjar vildu það hinsvegar ekki og fundu uppá einhverjum fáránlegum asnaskap til að svala þjóðrembingsáráttu sinni og er eingöngu þeim Bretum að þakka að ekki hlaust stórslys af framferði og ribbaldaderringi innbyggjara.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2012 kl. 12:58

11 identicon

Það er ekki fallega gert af þér Ómar að ræna innbyggjurum þeirri mýtu að þeir hafi fyrstir átt hugmyndina um 200 mílna landhelgi. Það gæti valdið andarteppu hjá mörgum. 

En við skulum leyfa þeim að eiga þær mýtur, að þeir hafi fundið upp símann (bændur á Suðurlandi), glóperuna, gott ef ekki hjólið.

Verðtryggingin, þjófnaður á sparifé erlendra borgara, sem og Hrunið er hinsvegar vondum útlendingum um að kenna.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.9.2012 kl. 15:22

12 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Kolbrún, Fullyrðing þín með íslendinga og alþjóðadómstólin í Haag er röng. Íslendingar eiga ekki aðild að þeim dómstóli og neituðu að taka mark á niðurstöðu hans þegar hann dæmi íslendingum í óhag árið 1974. Eins og má lesa um hérna. Stað Íslands innan ICJ er þessi hérna samkvæmt CIA.

"has not submitted an ICJ jurisdiction declaration; accepts ICCt jurisdiction"

Íslendingar fengu sína 200 mílna lögsögu samkvæmt alþjóðalögum árið 1982. Þegar Law of the sea voru samþykkt samkvæmt S.Þ. Hægt er að lesa wiki hérna. Sáttmálin í heild sinni er að finna hérna ásamt aukaskjölum, sögulegu samhengi osfrv.

Samningar um 200 mílna lögsögu hófust árið 1970. Nokkru áður en íslendingar fóru að færa út landhelgi sína. Sú hugmynd íslendinga að þeir hafi átt hugmynd að þessu. Jafnvel byrjað á þessu er ekkert nema mýta sem íslendingar trúa og halda á lofti. Jafnvel þó svo að ljóst má vera að engar sögulegar staðreyndir styðja við þessa útskýringu íslendinga á gangi mála.

Fyrir þá sem eru hallir undir bandaríkjamenn hérna. Þá er vert að benda á þá staðreynd að Bandaríkin hafa hvorki skrifað undir eða samþykkt umræddan sáttmála. Þar að leiðandi eru þau ekki bundin af honum lagalega samkvæmt alþjóðalögum.

Jón Frímann Jónsson, 3.9.2012 kl. 01:33

13 identicon

Landhelgin var færð út í þremur skrefum, í kringum 1950 þá hafði stjórn Ólafs Thors frumkvæði að því að færa úr 4 mílum í 12 mílur, beinar línur dregnar milli útnesja + 12 mílur, fram að því höfðu Bretar verið inni í öllum fjörðum veiðandi. Næst 1971 voru það vinstri flokkar: Samtök frjálslyndra og vinstri manna, Alþýðubandalag og Framsókn forystu um að færa út í 50 mílur, aðrar þjóðir komu í kjölfarið og aftur 1975 (Framsókn og Sjálfstæðisflokkur) fært í 200 mílur. Aðrar þjóðir komu svo. Alltaf mikil átök við Breta.

gummi (IP-tala skráð) 3.9.2012 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband