29.7.2012 | 15:08
Kona í rauðu leiðir indverska hópinn inn á Olympiuleikvanginn.
það hefur vakið töluverða athygli að þegar indverska liðið gekk inná Olympíuleikvanginn, þá gekk kona klædd í rauða peysu og bláar buxur nánast við hlið fánaberans mestallan tíman. Indverski hópurinn kom alveg af fjöllum með þetta og vissi ekkert hvaða kona þetta var. Svo virðist sem hún hafi einhvernveginn laumað sér inní hópinn. Nákvæmlega hvernig er ekki ljóst á þessu stigi málsins. En skipuleggjendur liggja undir ámæli. þeir indverjar eru núna búnir að bera kensl á konuna, að því er virðist, og vita hvaðan hún kemur. Í því sambandi hefur verið bent á að í rauninni sé ekki aðalmálið hvaða kona þetta sé og úr hvaða bæjarfélagi - heldur miklu frekar að óþekktum aðila sem átti ekkert með að vera þarna skuli hafa tekist að framkvæma þetta án afskipta öryggisvarða.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.