Var landnám helgað með eldi á Íslandi?

því hefur verið trúað lengi hér á landi á og kennt í skólastofnunum æðri sem lægri, að svokallað landnám í eldgamla daga hafi farið þannig fram á karlar gengu með eld - og konur leiddu kvígu! Svo mátti sá eiga það land er hann komst með að ganga um í einn dag eða svo. þessu hafa menn slegið fram sem einhverri staðreynd.

Samt er það ekki svo. Ef einhver er staðreyndin þessu viðvíkjandi er það sú - að heimildin er afar tortryggileg.

Svokölluð Landnámuskrif eru til í nokkrum útgáfum og meðal seinustu skrifana var það er Haukur Erlendsson, lögmaður, setti saman uppúr 1300. þessi saga er byggð á þeim skrifum og ekkert er minnst á umrætt í eldri skrifum svo sem Melabók sem af flestum er talin elst varðveittra Landnámuskrifa.

Haukur þessi segir, að Haraldur Hárfagri, af öllum mönnum, hafi sett þessar reglur og þá aðallega til að hamla stærð landnáma og koma á sáttum milli manna. (Nefnd upprunaleg textaklausa í Hauksbók er óljós og einhverjar deilur um hvað nákæmlega standi þar, þ.e. orðrétt. Og seinni afritarar hafa breitt orðaröð og skotið inn orðum til að gera skýrari.)

þetta er náttúrulega eins mikið útúr kú og hugsast getur - þó vissulega sé sagan góð og sæt. Skemtilegt að hafa þetta svona eftir á séð. En aðalvandinn við þetta upplegg Hauks er hve það er langsótt. Erfitt er að sjá hvernig Haraldur Hárfagri átti að geta sætt menn með þessum hætti sitjandi úti í Noregi og menn gátu haft sína hentisemi hér uppi.

Í framhaldinu ef menn kynnast betur Hauki og vita hvað hann starfaði - þá verður önnur skýring en vísindaleg sagnfræði miklu mun sennilegri. Sú skýring hefur hinsvegar þá leiðinlegu hlið að sannleiksgildi frásagna í Landnámu verður dregið í efa. Að minnsta kosti að hluta til.

Haukur var auðvitað á ritunartíma í þjónustu Noregskonungs og að því er sumir telja meir að segja í Ríkisráði Noregs. þessi litla klausa um landnámseldinn eða kvíguna sýnir konungsvald í góðu eða jákvæðu ljósi sem sættandi og hófsamt afl.

það að engin önnur þekkt Landnámugerð minnist á þetta merkilega atriði - beinir augum að stöðu Hauks sem embættismanns konungs. Lang sennilegast er að Haukur hafi skotið þessu inn bara uppúr sjálfum sér í própagandaskyni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir áhugaverðar pælingar. Meira svona, takk.

E (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband