Hvar er Ingólfur Arnarson jarðaður?

Svar: Uppi á Ingólfsfjalli í Ölfusi! Segi og skrifa. þar er talsvert stór hóll sem heitir Inghóll og þar var gæjinn jarðaður, að eigin ósk.

þessu trúðu menn allar götur þar til í gær. Sagt er að Stymir prestur hafi minnst á að Ingólfur hefði verið jarðaður þarna. En Styrmir var uppi á 12. öld. Ekki þekki eg þó til hvers menn vísa nákvæmlega þar.

þarna er náttúrulega um kristaltæra virkun Náttúrunafnakenningarinnar. ,,Ing" hefur verið notað um eitthvað sem skagar uppí loftið. Fjallið Ingólfsfjall hefur augljóslega heitið Inghólsfjall.

Sennilega hafa menn notað Inghól sem viðmiðun á sjó.

þetta hefur þ.a.l. ekkert með einhvern Ingólf Arnarson að gera. Menn hafa bara, seinna meir, búið til mannsnafn útúr náttúrunafni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Kallinn var heygður ekki jarðaður

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 22.7.2012 kl. 12:53

2 identicon

Snillingur ertu! En þá má vellta fyrir sér hvers vegna skáldskaparpersónunni Ingólfi hafi verið gefið þetta nafn?

E (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband