21.7.2012 | 16:47
Hvernig átti að losna við færeyinga á 19.öld.
Málið lá þannig að á seinni hluta 19.aldar fóru færeyingar að venja komur sínar til landsins. þeir komu aðallega til Austfjarða og voru mikið á Seyðisfirði. Byrjaði þannig, í stuttu máli, að þeir komu á skútu og gerðu svo báta útfrá skútunni. Höfðu allt til alls um borð og komu mest lítið í land.
Og við erum að tala um að þeir voru að veiða inná fjörðum eða í fjarðarmynni á stundum - þó þeir sæktu líka mjög djúpt út ef þannig bar undir og mun lengra en tíðkast hafði á íslandi. þeir voru líka þolinmóðir fiskimenn og án efa hefur margt í vinnubrögðum þeirra verið nýjung að sjá fyrir innbyggjara.
Menn veltu talsvert vöngum yfir þessu en þarna ber að hafa í huga að fiskveiðar voru með allt öðrum hætti á Íslandi á þessum tíma. það var vel pláss fyrir veiðimenn ef fiskgengd var góð.
Nú nú. En sumum fannst samt blóðugt að hafa engar tekjur af færeyingum. Sú venja komst síðan á eftir nokkur ár að færeyingar fengu aðstöðu í landi. það var aðallega hjá ríkisbændum. Og þeir tóku síðan ákveðinn toll af aflanum. Og við erum að tala um talsverðan fjölda færeyinga í heildina.
Áfram var samt umtalsverð óánægja með þetta fyrirkomulag og þjóðrembingur fór vaxandi. Í Austra 18.06 1886 birtist grein þar sem velt er fyrir sér hvernig megi ,,útrýma færeyingum". það átti að gera með einhverju lagatæknilegum orðhengilshætti en vangavelturnar sýna vel hve ísland var stéttskipt á þessum tíma og fólk niðurnjörfað:
,,En þar eð Færeyingar eru hér sem farfuglar, verður að gjöra allt sem lög leyfa til að útrýma þeim. Privat-samtökum til að losast við þá, er óhugsandi að koma á, það er reynslan búin að sýna.
það væri þarflegt að rannsaka og komast að, hvað Færeyingar eru hér. Eptir mismunandi búnaðarháttum skiptast íslendingar í bændur, húsmenn (þurrabúðarmenn) eða lausamenn. Hvað af þessu eru Færeyingar hér?"
Svo veltir greinarhöfundur þessu fram og til baka fyrir sér og kemst að því að þeir yrðu að teljast húsmenn og hægt væri að sekta þá og líka bændur er tækju við þeim:
,,Væri nú svo, að Færeyingar yrðu að teljast húsmenn þenna tíma, sem þeir eru hér - þeir hafa eldstó og fæði jafnan út af fyrir sig o. s. frv.- þá gætu hreppsnefndir komið því til leiðar samkv. lögum af 26. maí 1863 að þeir yrðu sektaðir og eins þeir er taka þá." (Austri 1886)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.