20.7.2012 | 16:01
Ættartala Ara þorgilssonar
þess er talinn er hafa skráð Íslendingabók.
,,Þessi eru nöfn langfeðga Ynglinga og Breiðfirðinga:
i Yngvi Tyrkjakonungr. ii Njörðr Svíakonungr. iii Freyr. iiii Fjölnir. sá er dó at Friðfróða. v Svegðir. vi Vanlandi. vii Visburr. viii Dómaldr. ix Dómarr. x Dyggvi. xi Dagr. xii Alrekr. xiii Agni. xiiii Yngvi. xv Jörundr. xvi Aun inn gamli. xvii Egill Vendilkráka. xviii Óttarr. xix Aðísl at Uppsölum. xx Eysteinn. xxi Yngvarr. xxii Braut-Önundr. xxiii Ingjaldr inn illráði. xxiiii Óláfr trételgja. xxv Hálfdan hvítbeinn Upplendingakonungr. xxvi Goðröðr. xxvii Óláfr. xxviii Helgi. xxix Ingjaldr, dóttursonr Sigurðar, Ragnarssonar loðbrókar. xxx Óleifr inn hvíti. xxxi Þorsteinn inn rauði. xxxii Óleifr feilan, er fyrstr byggði þeira á Íslandi. xxxiii Þórðr gellir. xxxiiii Eyjólfr, er skírðr var í elli sinni, þá er kristni kom á Ísland. xxxv Þorkell. xxxvi Gellir, faðir þeira Þorkels, föður Brands, ok Þorgils, föður míns, en ek heitik Ari."
Já sæll! Hahaha. Einmitt.
Athugasemdir
Ómar Bjarki. Ég er víst ættuð frá minni eigin tilveru-þrjósku-alheims-sál, og í vanþökk allra ættfræðinga-baráttumanna, því ég hef ég fylgt minni réttlátu sannfæringu í gegnum áratugina. Það hefur kostað mig mjög mikið að fylgja minni sannfæringu.
Verðlaunin fyrir það sjálfstæði mitt, er feimnisleg og ó-opinberlega viðurkennd útskúfun og háð, frá þeim sem telja sig hafa vitið og völdin yfir mínum skoðunum og réttlátu lífssýn.
Er eitthvað skrýtið að maður berjist fyrir réttlæti þeirra minnimáttar, fátæku og valdalausu?
Ég mun að sjálfsögðu ekki koma út í plús, með mína skoðun, eins og keyptu hagfræðingar heimsmafíunnar. En sálar-sannfæringin verður að ráða för, ef eitthvað gott á að koma út úr baráttunni fyrir mannréttindum og réttlæti.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.7.2012 kl. 22:04
Já já. Það er nú svona. En fólk er etv. ekki á eitt sátt hvaða leið er best að því markmiði er þú nefnir.
En þetta með Ara og ættartölu Breiðfirðinga, að punktuinn er sko, þó maður kannist alveg voð þessa ættartölu hans, að þá pælir maður sjáldan í því hvert hann vill rekja ættir sínar. Það er til Ynglinga, og þar af leiðandi barasta til Guðanna, í raun. Í sirka 30-35 lið.
þetta er bara svo sérstætt upplegg hjá Ara að maður spyr sig eða veltir fyrir sér - hvert nákvæmlega kallinn var að fara með þessu. Og nú var þetta kristinn maður. Og málið er ekki síst, að þetta er sett fram, líkt og öll Íslendingabók hans, eins og honum sé fúlasta alvara.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.7.2012 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.