19.7.2012 | 14:53
Ólafur Jóhannesson um EFTA Samninginn 1968.
,,Þá vil ég aðeins víkja að 16. gr. EFTA--samningsins, sem hæstv. ráðh. fór reyndar ekki mikið inn á. En í þeirri grein felst, að útlendingar, þ.e.a.s. ríkisborgarar í þessum aðildarlöndum Fríverzlunarbandalagsins, hafi jafna aðstöðu á við Íslendinga til þess að stofnsetja fyrirtæki og reka atvinnufyrirtæki hér á landi á vissum sviðum. Ég skal aðeins segja það í stuttu máli, að ég tel útilokað, að Íslendingar geti gengið undir þessi ákvæði undantekningarlaust. Slík jafnréttisákvæði eru hættuleg. Jafnréttisákvæðin í sambandslagasamningnum við Danmörku þóttu hættuleg á sínum tíma, þegar Dönum einum var fengið hér jafnrétti, svo hættuleg, að sumir alþm. létu það ráða sínu atkv. og greiddu atkv. á móti sambandslögunum af þeim ástæðum, að þeir töldu það jafnrétti, sem þar var um að tefla, svo hættulegt. En augljóst er, að þau jafnréttisákvæði, sem hér er um að ræða, eru miklu varhugaverðari og auðvitað er hér í raun og veru ekki um nein jafnréttisákvæði að tefla, vegna þess, hve Íslendingar eru fámennir borið saman við þann fjölda, sem á að njóta þessara réttinda."
http://www.altinget.is/altext/gomulraeda.php4?rnr=2920<hing=89&dalkur=20016
Hahaha vá hvað þetta eldist illa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.