Athyglisverð mynd á RUV síðasta Miðvikudag.

The Mean World Syndrome sem sjá má sýnishorn af hér:
http://www.youtube.com/watch?v=msfu8YCCc8Q

Að myndin var margslungin en meðal annars kom fram að rannsóknir sýna (því BNA menn rannsaka allan fjárann) að þeir sem horfa mikið á BNA sjóvarp eru líklegri til að telja glæpi og ofbeldi mun algengara en það raunverulega er heldur en þeir sem lítið horfa á sjónvarp. Jafnframt álíta þeir sem mikið horfa, að ofbeldi fari sívaxandi og ennfremur eru þeir líklegri til að segja umhverfið vera hættulegt. (En ofbeldi í BNA hefur í raun farið minnandi samkv. opinberri statístik.)

þarna ber að hafa í huga að BNA sjónvarpsefni er gegnsýrt af ofbeldi og glæpaumfjöllun og fréttir til að mynda snúast mikið um það með ýmsum hætti. Samkv. þessu virðist mega draga þá ályktun að sjónvarpsáhorf hafi áhrif á afstöðu fólks til umhverfis eða heimsins og þá á óbeinan hátt í ofannefndu tilfelli. þetta leiðir til að fólk verður hræddara og varara um sig og útskýrir að einhverju leiti vilja BNA manna til byssueignar.

Annað sem tekið var fyrir í myndinni var hvernig farið er að gera ofbeldið fyndið í hollywoodmyndum og hvernig ofbeldi er normalíserað. Og ennfremur hvernig tilhneiging er að bendla vissa hópa sérstaklega við ofbeldi ss. Suður-Ameríska innflytjendur sem eru yfirleitt sýndir sem glæpa og ofbeldismenn og það á líka við muslima og hvernig þessar staðalímyndir og framsetning sjónvarpsins gefur ranga mynd af því hvernig raunveruleikinn er og bjögunin flyst smám saman yfir til áhorfandans.

Í heildina séð sýndi myndin eða leiddi í ljós, hve própaganda getur verið áhrifaríkt. Sérstaklega til lengri tíma litið. Eins og nefnt er í ofanrituðum texta, þá hefur sjónvarpið og efni og framsetning þar áhrif með óbeinum hætti til lengri tíma litið. Með því að hafa ákveðið efni í sjónvarpi og ákveðna framsetningu - mótar það afstöðu þeirra er á horfa og býr til ranga mynd af raunveruleikanum. þetta er allt mjög merkilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband