5.7.2012 | 16:52
Hvað á að gera ef gengið er fram á hvítabjörn?
Ef fólk er á ferð og gengur skyndilega fram á bjarndýr þá á að bregðast þannig við:
Halda ró sinni. Færa sig rólega úr augsýn bjarnarins. Athuga vindátt og reyna að staðsetja sig þannig að vindurinn komi frá verustað bjarnarins en ekki öfugt. Vegna þess að björnin treysir afar mikið á lykt. þegar komið er úr augsýn bjarnarins skal gengið af svæðinu og jafnframt reynt að taka mið af vindátt í brottförunni.
Varast í fyrstu allar snöggar hreifingar og ekki ráðlegt að taka strax til fótanna í panikk í augsýn bjarnarins - nema þá að vera viss um að maður komist í öruggt skjól á tilætluðum tíma. Vegna þess að snöggar hreifingar og flótti getur æst upp björninn - og hann farið að hlaupa á eftir. það er bara eðli slíkra dýra. Sjá einhvern hlaupa - björn eltir. Samt ber að hafa í huga að frekar ólíklegt er að bjarndýr ráðist að manni nema eitthvað óvænt komi uppá. Birninum bregði eða hann telji sér ógnað á einhvern hátt.
Ef björninn reynist árásargjarn og gerir sig líklegann til að ráðast á viðkomandi - þá er ólíklegt að hlaup bjargi einhverju (nema maður sé öruggur um skjól skamt undan). Samt eru þó til nokkur ráð. Fara uppá stein og úr yfirhöfn og sveifla henni í kringum sig og öskra. Gera sig breiðann. þá gæti birninum virtst sem mun stærra dýr væri á ferð en maður og ekki treyst sér til atlögu. Birnir sjá ekkert vel. Jafnframt getur verið ráð að gera hávaða með því að slá saman hlutum ef þeir eru við hendina.
Viðbragðsteymi kallað saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar ég bjó út í Bandaríkjunum sem krakki, þá var sagt að ef bjarndýr væri á hlaupum á eftir þér þá væri gott að reyna að hlaupa niður bratta brekku, bangsinn er með styttri lappir að framan en að aftan. Og bangsarnir eiga til að hrasa og velta niður ef þau reyna að hlaupa niður brekku. Sel þetta ekki dýrara en ég keypti það. Takk fyrir.
Kobbi (IP-tala skráð) 5.7.2012 kl. 17:07
Eini möguleikinn til að sleppa á hlaupum undan ísbirni í vígahug, er að vera með einhverjum sem hleypur hægar en maður sjálfur!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.7.2012 kl. 17:32
"Vatnsnes stendur við Húnaflóa, en örnefnið er eitt skýrasta dæmið um að hvítabirnir hafa verið þekktir frá fyrstu tíð mannvistar á landinu. Í Vatnsdælasögu segir frá því að landnámsmaðurinn Ingimundur gamli fann birnu og tvo húna á vatninu og nefndi það því Húnavatn. Síðar fór hann með bjarndýrin til Noregs og gaf þau Haraldi konungi hárfagra."
Ég var að lesa þetta. Ótrúlegt að menn gátu flutt 3 bangsa til Noregs í gamla gamla daga en það er ekkert hægt að gera í dag nema drepa þá. Furðulegt þróun hjá okkur, það er eitthvað mikið að samfélagi okkar, þar sem allt snýst bara um tölur og peninga.
Stjáni (IP-tala skráð) 5.7.2012 kl. 17:41
En hvernig er með þessa útlendinga, sem sáu björninn og tóku myndir af honum. Það voru þeir sem tilkynntu um björninn fyrst. Er búið að fynna þá og skoða myndirnar?
Bara spyr.
Þetta er rétt hjá Axel. Hungraður hvítabjörn drepur allt sem hreyfist og hræðist ekkert.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.7.2012 kl. 17:42
Axel, best er þá að vera með konunni"
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.7.2012 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.