4.7.2012 | 13:44
Barnalegur Ögmundur svo af ber
og að þessi maður skuli kalla sig ,,Innanríkisráðherra" og talandi eins og afglapi í öllum málum og rest klúðrar hann big tæm að því er virðist vegna óvitaháttar.
Best gæti eg trúað að Ögmundur, Mykjudreifarinn, Sjallaklíkan, forsetagarmurinn, Ragettumaðurinn og LÍÚ vildu einmitt að Ísland tapaði málinu því þá gætu þeir sagt: Vondir útlenskir dómstólar! Og peppað upp kjánaþjóðrembing þar um kring og haldið áfrm að reyra innbyggjara á klafa sérhagsmunaklíka og látið svipuna ríða á þeim. Gæti best trúað því. Og reyndar var það staðfest við mig einum einangrunarsinnanum hér á dögunum. Að hann óskaði þess að Ísland tapaði svo hægt væri að beita ofanlýstum aðferðum.
Ekki fjallað um fébætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ja, hérna Ómar Bjarki. Ég hélt að þú gætir ekki toppað sjálfan þig í stóryrðunum - en Voila!
Er nokkuð viss um að Ögmundur Jónasson sé töluvert þroskaðri og vandaðri maður en sá sem ritar svona pistla.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 16:16
Sjaldan hef ég talist aðdáandi Ögmundar Jónassonar en hér hefur hann einfaldlega rétt fyrir sér. Málið snýst ekki um fébætur og það myndast engin greiðsluskylda á kostnað skattgreiðenda til Breta og Hollendinga þó málið tapist fyrir EFTA dómstól.
Ég skora því á þig Ómar Bjarki, því þú telur þig svo vel lesinn og upplýstan, og jafnvel betur en margur sem hér hefur tjáð sig að undanförnu, að sýna fram á með gögnum eða tilvísunum að málsmeðferð EFTA dómstólsins fjalli um fébætur til handa breskum og hollenskum stjórnvöldum vegna Icesave skuldarinnar. Ég bað reyndar um slíkar heimildir þann 25. júní sl. hér á blogginu þínu, eftir fjálglegar yfirlýsingar þínar í upphafi í pistils þ. 24. júní, en litlar hafa efndir þínar orðið.
Erlingur Alfreð Jónsson, 4.7.2012 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.