Forseti heldur áfram samræðum við ,,þjóð sína".

Spaugilegar samræður forseta áttu sér stað núna í morgun þar sem hann, að því er virðist, staðfestir það sem margir hafa sagt að maðurinn er ábyrgðarlaus lýðskrumari sem er algjörlega slétt sama um hagi lands og lýðs. Slétt sama:

,,Þú myndir semsagt ekki axla ábyrgð á því ef Ísland væri dæmt til að greiða háar fjárhæðir fyrir dómstólum í Icesave málinu?
Það er ekki mín ábyrgð.

Berð þú ekki ábyrgð á þessu máli?
Þetta er þannig framsetning að ég get ekki svarað spurningum af þessu tagi.

Þetta er búið að vera mikið í umræðunni og fólk vill kannski vita hvaða skoðun þú hefur?
Það er margt sem er í umræðunni, en þú ert fyrsti maðurinn sem spyrð um þetta. Ég er búinn að ræða við yfir 30.000 Íslendinga í aðdraganda kosninganna og það hefur enginn spurt að þessu."
http://www.dv.is/frettir/2012/7/3/thad-er-ekki-min-abyrgd/

Hahahaha hverskonar grínþáttur ætlar þetta að verða eiginlega? Svo ætlar hann, að eigin sögn, að fara að tala svona í öllum málum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eina sem forsetinn getur borið ábyrgð á í þessu máli, er hvort misræmið milli þjóðarvilja og þingvilja hafi verið nægilega mikið til að réttlæta virkjun málskotsréttarins í Icesave málinu. Þjóðin kaus og niðurstaða kosninganna sýndi fram á að forsetinn hafði rétt fyrir sér að virkja málskotsréttinn.  Aftur kaus þjóðin sér forseta og hefði geta dregið forseta til "ábyrgðar" í annað sinn með því að kjósa hann ekki, en aftur kaus þjóðinn Ólaf.  Hann hefur semsagt í tvígang verið "dreginn til ábyrgðarj" varðandi málskotið, þjóðin var sátt.   Þannig að ef illa fer í Icesave málinu þá er það þjóðin sem ber ábyrgðina! Þannig á það líka að vera þegar þjóðin fær að koma að málum sem varða hana miklu.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 19:16

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi verða settar á stofn hjálparbúðir fyrir andstæðinga Ólafs Ragnars svo við hin getum verið laus við vælið í þeim, illgirnina og hatursáróðurinn.  Nú er mála að linni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2012 kl. 19:52

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Segi sama og Bjarni. Forseti er ábyrgðarlaus aðgerða sinna. Forsetin vinnur eftir beiðni fólksins og eða hann leggur málefni í hendur fólksins sem honum ber að gera. Því vilja sumir láta taka þessi völd af fólkinu.??? Því... Ómar lestu stjórnarskránna. og lestu þetta...Ég spyr gildir þá ekki kafli X í hegningalaga bálknum sem fjallar um Landráð. en þann 16 Júlí 2009 komst tillaga til þingsályktunar um að fela ríkisstjórninni að sækja um könnunarviðræður vegna aðildar að ESB. Þessi þingályktun var bæði stjórnarerindi og það ólöglegt. Þingiæ samþykkti aldrei stjórnareringið né Forseti Íslands. Ég bara spyr hversvegna enginn tekur undir þetta.

Valdimar Samúelsson, 3.7.2012 kl. 20:27

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ásthildur. Það ert kannski að meina svona endurhæfingabúðir eins og sums staðar finnast í útlöndum, þar sem andstæðingar alvaldsins er geymdir svo þeirra hættulegu skoðanir breiðist ekki út?

Emil Hannes Valgeirsson, 3.7.2012 kl. 20:59

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei Emil ég er að hugsa um aðstoð við tapara til að ná sálinni í lag, svo þeir séu ekki að burðast með tap sitt fyrir alþjóð, sýnandi sitt rétta aumkvunarverða andlit opinberlega þar sem allir geta skyggnst inn í erfitt sálartetur þeirra sem ekki geta sætt sig við orðin hlut.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2012 kl. 21:04

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Látum verkin úrskurða hvernig Ólafur Ragnar spilar úr þessu Íslands-EES klúðri.

Hann er nýbúinn að skrifa undir IPA-styrki, til að aðlaga Ísland að ESB-inngöngunni. Það gerði hann þriðjudaginn fyrir kosningar. Þar fipaðist honum alvarlega í sinni yfirlýstu andstöðu við ESB í kosningabaráttunni. 

Það er engin einföld né rökrædd lausn til, á þrjósku-hnút íslenskrar spillingar-stjórnsýslu.

Og síst af öllu með alla þá kúguðu og valdalausu tindáta í fremstu víglínu, sem ekki vilja, né fá leyfi af kúgurunum, til að horfast opinberlega í augu við staðreyndir, né segja frá þeim eins og þær eru. Það gildir um fólk í öllum flokkum og herteknu ríkisstjórninni.

Það hefur aldrei komið neitt gott út af kúgunum, blekkingum og spillingu stjórnsýslu-heimsins.

Almenningur verður að fara að vakna, og skilja hvað er að gerast á heimsmælikvarða, ef einhverju á að bjarga.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.7.2012 kl. 21:04

7 identicon

Af hverju eru þið ESB sinnar svona áhygjufullir yfir EFTA dómstólnum, Ómar?

Gæti verið að neikvæð niðurstaða væri áfall fyrir inngöngudrauma ykkar, en að öðru leyti mun hún ekki skipta neinu máli.

Við getum orðað það svo, að æskilegt væri að EFTA felldi úrskurð, okkur í óhag. Það væri mesti gróði Íslands.

Hitt er svo allt allt annað mál, hvort Bretar og Hollendingar ákveði að fara í skaðabótamál við Ísland.

En til þess þurfa þeir að sýna fram á skaða, sem enginn er, og vera reiðubúnir að tapa því máli í héraði, og Hæstarétti ÍSLANDS.

Það er nefnilega þannig Ómar minn, að við "sannir" Íslendingar komum í veg fyrir að stjórnin ykkar framseldi lögsögu málsins til Bretlands. Manstu ekki eftir því?

Hilmar (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 21:12

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jaá, eg skil. Tilgangurinn hjá ykkur öfgamönnum var að skaða og meiða landið ykkar og lýðinn. þetta er svona blint ofstæki og minnir í raun á fasisma.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.7.2012 kl. 21:36

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef einhverjir hafa skaðað land og þjóð þá eru það Jóhanna, Össur og Steingrímur, það verður hausverkur að vinda ofan af myrkraverkum þeirra þegar þau hrökklast frá völdum með skömm.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2012 kl. 22:21

10 identicon

Og enn halda Ólafs hatararnir áfram að grenja yfir ósigri sínum. Einhvern veginn verður sigurinn sætari þegar við höfum menn eins og Ómar hér á blogginu, sem engan veginn getur hamið gremju sína. Ómar þú ert í tapliðinu sættu þig við það og þú verður líka í tapliðinu þegar ESB umsóknin verðu dregin til baka. Get ekki beðið eftir að lesa bloggið frá þér þegar það gerist. :-)

Umberto (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 00:11

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg er eigi að sjá að núv. stjórnvöld og EU komi einkennilegum ,,samræðum" forsetagarmsins við ,,þjóðina" við.

Jafnframt með EU sérstaklega þá er óhjákvæmilegt að Ísland gerist aðili þar að. Aðeins spurning um 2 ár, 5, 10 eða 20 ár. Vegna þess að um er ræða þróun sem óhjákvæmilegt er að Ísland verði aðili að. Menn geta látið öllum illum öfga og ofstækislátum og reynt að skaða landið og lýðinn sem mest þeir geta, dregið til baka, til hliðar, upp eða niður - en þróunin hefur sinn gang og hún endar með fullri og formlegri aðild Íslands að EU.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.7.2012 kl. 00:42

12 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Þjóðin kaus sér forseta og hreinn meirihluti þjóðarinnar stendur með sínum forseta. Þjóðarviljinn er þar af leiðandi skýr og verður tæpast skýrari.

Menn geta svo, hver í sínu horni, hamast sem ólmir séu og reynt að níða niður forsetann. Raðað sér í hinar og þessar fylkingar sem eru andsnúnar forsetanum. Ekkert við það að athuga, en vonandi gera menn sér grein fyrir því að þjóðin á síðasta orðið...og þannig viljum við hafa það!

Jón Kristján Þorvarðarson, 4.7.2012 kl. 10:32

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er enginn að níða neitt nema forsetinn og sá partur innbyggjara sem lítur á hann sem hálfguð. Forsetagarmurinn sagðist ætla að stofna til samræðna við ,,þjóð sína" um öll mál hérna. þar átti hann við þann hluta innbyggjara sem kaus hann. Aðrir eru ekki þjóðin býst eg við.

það breitir því þó ekki að þeir sem eru utangarðs og fyrir utan ,,þjóðarviljann" hljóta að hafa samt málfrelsi og megi velta fyrir sér þessum ,,samræðum" forsetagarmsins. Eg hef ekki séð nein lög sem banna það só far.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.7.2012 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband