26.6.2012 | 14:24
Konungsvegurinn og heimsókn Friðriks VIII 1907.
Árið 1907 kom Konungur Ísland og Danmerkur, Friðrik VIII í heimsókn. Íslendingar sem voru í gegnum aldirnar afar konungshollir og virtu og tignuðu mjök sinn Kóng, voru afar spenntir yfir komunni og má segja að þjóðin hafi staðið á öndinni.
Þótti við hæfi að fara með Kóng til þingvalla og Geysi og þess háttar og í því tilefni var gerður vegur milli þingvalla og Geysis og eitthvað lengra því gert var ráð fyrir að Konungur mundi vilja ferðast í léttikerru sem mest. þessi framkvæmd, Konungsvegurinn sem kallaður var, kostaði 220.257 krónur og var 14% af útgjöldum Ríkisins það ár. http://www.ferlir.is/?id=8418
þess fyrir utan er Konungskoman 1907 stórmerkileg því hún sýnir svo vel hve innbyggjar voru hrifnir af sínum arfakóngi. það er oft sagt á seinni tímum að íslendigar hafi aldrei viljað kóng og slíkum hafi verið þröngvað uppá þá. það er mýta og sögufölsun. Íslendingar vildu einmitt kóng og voru afar konungshollir alla tíð. Elskuðu sinn Kóng.
Með Friðriki 1907 var stórt og mikið fylgdarlið, talað um 200 manns. þetta hefur verið alveg þvílíkur viðburður. Fyrir utan Reykjavík og þingvallaförina þá kom Friðrík við á Ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði. Sumir vildu meina að móttökur Konungs hefðu verið hvað virðulegastar og best heppnaðar á Akureyri. Hér má sjá mynd af Konungi ásamt innbyggjara austur í hreppum líklega:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.