þjóðhátíð á að halda á þingvöllum í ágúst

eins og gert var í 1874. það var þingfundur og Grímur Thomsen flutti ljóð og Kristján 9. mætti á svæðið og alles. þetta er barasta tómt rugl að vera að halda uppá afmæli Jón Sigurðssonar í juní útum hvippin og hvappinn og kalla það þjóðhátíðardag. Tómt vesen og enginn veit hvað á að gera og tilgangsleysið algjört ásamt tilheyrandi vanræðagangi. Eina vitið í að færa þetta aftur í upphaflegt horf með djammi á þingvöllum. þingvellir gætu þá keppt við þá Vestmannaeyingana með sína þjóðhátíð.

En þess má geta að uppruni þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum á einmitt rætur í þjóðhátíðinni 1874. Vegna þess einfaldlega að það var svo vont í sjóinn að Vestmannaeyingar komust ekki til Íslands og fóru þá inní Herjólfsdal og héldu einka þjóðhátíð þar í góðu yfirlæti.


mbl.is Gagnrýndi hátíðarhöldin 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband