19.6.2012 | 01:37
Dýrlingurinn Sigmundur Davíð.
það hefur ekki farið framhjá glöggum einstaklingum hvernig moggi beitir própagandatækni í myndum jafnframt sem í texta. Oft er þetta frekar einfalt própaganda og ekkert sérlega vel gert. Svona beisik própagandatækni 101.
Í þessu umrædda tilfelli sem sjá má á fréttahlekk, þá byggist própagandað í myndinni á að reyna að gera Sigmund að einhverjum svona kletti sem að sest á öll mál og stoppar þau. Eða það er impressíónin sem fólk á að fá.
Til þess er notuð sáreinföld tækni. Sigmundur er hafður fremst á mynd milli tveggja súlna. Hann fyllir nánast uppí bilið á milli þeirra og nær næstum uppí loft. En ljósin í hvolfþakinu virka eins og geislabaugur yfir höfði Sigmundar. Trúarlegur blær yfir vötnum.
Framsókn vildi lágmarka tjónið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skelfilega áttu bágt.
Jónsi (IP-tala skráð) 19.6.2012 kl. 02:20
,,Beisik" , ,,propaganda", ,,impressíónin"? Hvað þýðir það?
Þorvaldur Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.6.2012 kl. 05:15
Tók strax eftir þessu, enda blasir það við hverju barni. Er sannfærð um að hann vilji endurkalla allan kvóta sem fyrst, þi nafni réttlætis!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.6.2012 kl. 05:27
Sæll.
Ábyrgð þeirra sem vilja auka skattheimtu á atvinnulífið þegar atvinnuleysi er þegar alltof mikið er mikil. Tölur stjórnarliða um tekjur af þessu frumvarpi munu kannski standast til skamms tíma en ekki til lengri. Hvað á að gera þá? Hækka gjöldin enn frekar?
@ABM: Hvernig verður fiskurinn í sjónum að verðmæti? Átt þú fiskinn í sjónum? Hvers konar réttlæti er það að taka það af mönnum sem þeir hafa greitt fyrir? Væri það réttlæti ef sveitarfélag þitt hætti skyndilega við að leigja þér landið sem húsnæði þitt stendur á?
Helgi (IP-tala skráð) 19.6.2012 kl. 06:45
Útgerðarmenn eiga auðlindina.. og ekkert kjaftæði; Elítan á okkur... borgið bara og haldið kjafti.
DoctorE (IP-tala skráð) 19.6.2012 kl. 07:49
Ég held að þeir sem vilja tala óábyrgt um þessi mál ættu að láta sér nægja að gera það við eldhúsborðið heima hjá sér ella hafa vit á því að kynna sér málið áður...
Það er verið að grafa undan þeim sem virkilega hafa nennt að vinna og færa björg í bú til Þjóðfélagsins og ætti þessi AUMINGJA Ríkisstjórn að viðurkenna það fyrir sjálfri sér að endurreisn hennar á samfélaginu eftir hrun hefur mistekist hræðilega og á meðan þessi ESB Ríkisstjórn státar sér af vinnu sinni út á við í ágæti sínu á vinnubrögðum sínum í endurreisninni á samfélaginu þá er þessi endurreisn ekki meir en svo að fjármálageiranum var bjargað á kostnað samfélagsins sem blæðir og blæðir...
Fólk á ekki fyrir reikningum sínum hvað þá mat....
Það er ennþá verið að bera fólk úr eigum sínum sem varð fyrir forsendubresti vegna þessa hruns og það er ekki réttlætanlegt rúmum 3 árum séinna af Ríkisstjórn sem var kosin til valda vegna SKJALDBORGARINNAR sem átti að slá um heimili og fyrirtæki Landsmanna komist upp með það að grafa undan einni af aðalatvinnugreinum Landsmanna til þess eins að geta leikið sér við gæluverkefni sín á sama tíma Þjóðin stendur í þessum miklu fjárhagserfiðleikum...
Þetta er vanhæf Ríkisstjórn sem ætti að hafa vit á því að koma sér frá hið fyrsta segi ég...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.6.2012 kl. 09:03
Myndir skiptir huge máli í propaganda. Eg er ekkert viss um að allir geri sér grein fyrir því. Mogginn hefur mikið dálæti á Sigmundi Davíð og það er líka áhugavert að pæla í myndmáli mogga um Ögmund Jónasar.
Annars veltir maður fyrir sér hvar þessi mynd er tekin. Er þetta í Alþingishúsinu? Eru svona súlur þar? Minnir frekar á kirkju.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2012 kl. 10:05
Hvers vegna á útgerðin að greiða hátt auðlindagjald, en t.d. ferðaþjónustan ekkert auðlindagjald?
Hver á fiskinn í sjónum? Hann á sig sjálfur (Guð almáttugur á hann) EKKI íslenska þjóðin.
óli (IP-tala skráð) 19.6.2012 kl. 11:28
Allt annað. Væri sambærilegt ef ferðaþjónustuaðilar væru að veiða dýr sem þeir svo seldu. Fiskurinn í svokallaðri efnahagslögsögu er sameign alls almennings. þeir sem fá rétt til að nýta sér þau verðmæti eiga að borga ákveðna rentu af hagnaði þar að lútandi. Ef þeir vilja það ekki - þá verður að láta einhverja aðra fá réttindi til að nýta auðlyndina. Eigi flókið.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2012 kl. 11:48
,,Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum greiddi eigendum sínum hátt í 1,5 milljarða króna í arð árin 2003-2008. Þessi ár var framlegð í sjávarútvegi með með minnsta móti miðað við árin á undan og eftir. Síðar hafa arðgreiðslur numið hundruðum milljóna króna. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir að veiðigjaldið sé eignaupptaka og þjóðnýting."
http://smugan.is/2012/06/vinnslustodin-greiddi-eigendum-sinum-15-milljarda-i-ard-a-verstu-arunum/
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2012 kl. 11:50
,,Fram kemur í reikningum Vinnslustöðvarinnar fyrir árin 2009 og 2010 að greiddur skuli arður af hagnaði starfseminnar. Fram kemur í reikningi ársins 2010 að greiddur arður nemi tæpum 3 milljónum evra, sem á gengi dagsins nemur ríflega 460 milljónum króna.
Helstu eigendur Vinnslustöðvarinnar eru félögin Stilla og Seil en þau eiga samanlagt upp undir 50 prósenta hlut í félaginu. Hjálmar Kristjánsson, stjórnarmaður á Stillu og Haraldur Gíslason, stjórnarformaður er annar helstu eigenda Seilar. Tíu stærstu eigendur Vinnslustöðvarinnar eiga 84 prósent hlutafjár, samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins.
Í umsögn Deloitte til Alþingis um veiðigjaldið er Vinnslustöðin talin til þeirra fyrirtækja sem óvíst sé að standi undir hækkun á veiðigjaldi."
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2012 kl. 11:51
,,,,Beisik" , ,,propaganda", ,,impressíónin"? Hvað þýðir það?"
Beisik = Grunn- eða einfalt.
Propaganda = Áróður.
Impressíon = Áhrifin sem áhorfandin fær immeadiately og hann lítur á myndina.
Varðandi síðasta atriðið þá er alþekkt í propagandatækni að fyrstu viðbrögð sem áhorfandinn fær - það eru mikilvægustu viðbrögðin. Hann myndar sér þegar skoðun eða heilinn gerir það - og eftir að fyrsta skoðun er orðin til eða heilinn er búinn að búa til afstöðu - þá er ekkert svo auðvelt að breit þeirri afstöðu eftir það. þ.e. fólk lítur fyrst á myndina - síðan fyrirsögnina - og þá er texti greinar allur lesinn í samhengi við afstöðu eða immressíón sem mynd og fyrirsögn gefa. Moggi vinnur sterkt útfrá þessari beisik própagandatækni.
Svona atriði eiga allir að vita og þekkja í dag. Eg hélt að þetta væri kennt strax í grunnskólum í dag?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2012 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.