18.6.2012 | 13:45
Er LÍÚ búið að rústa makrílnum?
það fréttist ekkert af makrílnum. Nema þetta á dögunum um að það fyndist nánast enginn makríll.
Manni fer að gruna að LÍÚ sé þegar búið að rústa honum með sinni rányrkju. Og það er þá mun fyrr en maður átti von á. Mun fyrr.
Athugasemdir
Ómar, það eru nú bara góðar fréttir að ekkert fréttist af makrílnum. Hann étur þá ekki allt út á gaddinn hér á meðan.
Skyldi vöntun á makríl hanga saman við fréttir af vænum þorski uppi við fjörur og bryggjur á Breiðafirði?
Kolbrún Hilmars, 18.6.2012 kl. 14:07
Nei eg stórefa að það sé samhengi þar á milli.
En ef LIÚ er búið að rústa makrílnun núna strax - þá er það stóralvarlegt vandamál. Hva verður þá um þjóðrembinginn og börnin?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.6.2012 kl. 14:28
Ómar, ég er ekki frá því að það sé eitthvað samhengi; fiskar allrahanda slæðast þangað sem ætið er að finna.
LÍÚ er mun almáttugra en ég hélt, ef sambandið getur rústað öllum makrílstofninum rétt-si-sona.
Gæti ekki verið að makríllinn hafi bara flúið til Grænlands? Hefur einhver tékkað á því?
Kolbrún Hilmars, 18.6.2012 kl. 14:35
það er ekkert vandamál að rústa fiskistofni og þarf ekkert guðlegt til. það þarf tæki og tól. LÍÚ hefur það. Svo þurfa þeir að beita rányrkjutrikkinu. LÍÚ er þekkt fyrir það. Ekkert töfratrikk í þessu.
Og nei. Makríllinn hefur ekki flutt til Grænlands. Frkar hann hafi flúið til Noregs undan rányrkju þeirra LÍÚlinga.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.6.2012 kl. 14:47
Hið besta mál ef makríllinn hefur flúið til Noregs.
Þá sitja norskir uppi með vandamálið. :)
Kolbrún Hilmars, 18.6.2012 kl. 14:53
Nei. það er hið versta mál. Vegna þess að þá er svokallað ríkið ísland búið að missa af tækifærinu umað semja um makrílinn á skynsemis og raunsæisnótum. Sem stóð til boða. En þið þjóðrembingar eyðilögðu það með þjóðrembingi og hafið þá stórskaðað land og lýð. Og það eigi í fyrsta skipti.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.6.2012 kl. 15:00
Ps. Ennfremur þetta með að ,,makríllinn éti" - að þetta er auðvitað bara bjánatal frá fólki sem hefur ekkert vit á sjávarlíffræði og samspili fæðukeðjunnar í sjónum og hergi nokkursstaðar talið relevant nema hjá öfga-þjóðrembingum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.6.2012 kl. 15:03
Ómar minn, róaðu þig nú aðeins niður. Þessi makrílkvóti sem átti að úthluta okkur var af því magni að það tók því ekki einu sinni að setja upp veiðarfærin - hvað þá að eyða eldsneyti til þess að sigla eftir út á miðin.
Auðvitað étur makríllinn! Það er hvorki bjánatal né þjóðremba að benda á það. Öfga hvað - sagðirðu?
Kolbrún Hilmars, 18.6.2012 kl. 15:25
Að sjálfsögðu erum við að tala um stórfé sem ,,þjóðin" svokallaða er að missa af vegna öfga ykkar þjóðrembinga. það að semja á raunsæisnótum og með skynsemi að leiðarljósi margfaldar verðmæti markrílsins. (En þu skilur þetta eda krefst það vissar grunnþekkingar og fræðslu)
þið Öfga og lÍÚ lingar kunnið ekert fyrir ykkur nema rányrkju og öfgaskap og stórskaða og meiða þetta vesalings land og lýðinn með. Sórskaða og meiða í öllum málum, alltaf, allstaðar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.6.2012 kl. 15:37
Ómar, hvað get ég sagt? Annað en að spyrja hvort þér sé hreint ekkert þóknanlegt?
Ef makríllinn er veiddur, þá er það rányrkja.
Ef makríllinn er ekki veiddur, þá er það stórskaði.
Viltu vera svo vænn að ákveða hvort heldur er - af eða á. ?
Kolbrún Hilmars, 18.6.2012 kl. 16:04
Mitt upplegg er einfalt. Upplegg raunsæis og skynsemi. Í sátt við menn og dýr.
Alveg spurning hvort framferði LÍÚ og þjóðrembinga flokkist ekki undir landráð.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.6.2012 kl. 16:12
"Í sátt við menn og dýr". Áttu við að makríllinn sjálfur eigi að ákveða hver veiðir hann?
Ja, ekki vitlausari hugmynd en hver önnur...
Kolbrún Hilmars, 18.6.2012 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.