11.6.2012 | 22:55
Forgangur innstæðna er ekkert ,,íslensk leið".
það hefur borið á því að innbyggjarar hérna hafa talið sér trú um að hér hafi verið fundin upp einhver snilli sem felist í að innstæður eru settar framar en almennir kröfuhafar við fall banka. þetta er misskilningur. þetta er alþekkt og búið að vera langa lengi. Má nefna lönd og heimsálfur svo sem USA, Ástaralía og Argentína. Einnig má nefna Sviss og Chile. Svo einhver séu nefnd af handahófi. Stórríki og þekkt bankalönd. það hvernig nákvæmlega er útfært er mismunandi. Bæði þekkist að setja innstæður almennt í forgang og jafnframt upp að einhverju marki og sumar tegundir settar aftar etc.
Ísland var ekkert að ,,finna upp leið". Svoleiðis fráleitt að láta sér detta það í hug. það óvenjulega við íslandstilfellið var að þetta var gert eftir á og skýrist það eingöngu af fádæma óstjórn þeirra sjalla og massífri rústalagningu á þessu vesalings landi.
Athugasemdir
Til hamingju með þennan stórfenglega strámann.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.6.2012 kl. 23:27
Svokölluð innstæðutrygging er "blöff" til þess að halda almúganum góðum. Heilvita fjármagnseigandi gerir sér grein fyrir áhættunni sem felst í því að afhenda öðrum peningana sína - sama hvort það er banki eða einstaklingur, og er hæfilega tortrygginn á að viðkomandi takist að fá þriðja aðila til þess að bera ábyrgðina á tryggingunni.
Alvöru fjármagnseigandi kaupir eitthvað fast í hendi; olíulind, jarðnæði, listmuni eða gull. Jafnvel stjórnmálaflokk...
Kolbrún Hilmars, 12.6.2012 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.