10.6.2012 | 14:42
Evrusvæðið styrkist.
það er vitað að Evrusvæðið er með stabílustu svæðum í veröldinni ásamt EU ríkjum almennt. þetta er allt vitað og skjalfest rækilega.
En það er ljóst núna eftir að Evruríkin ætla að auka samstarf sitt og samvinnu, að það svæði verður framar ríkjum er standa utan Evrunnar. það er aðallega það sem er vandamálið. Evrusvæðið verður hraðvirkara, traustara og stabíleseraðra - meðan ríki utan Evrusamstarfsins gætu átt það á hætti að fara í slow motion og missa af þróuninni.
Við skulum nú ekkert minnast á ríki Evrópu sem eru jafnframt utan EU. Við skulum nú ekkert taka umræðu um þau ríki.
Obama óttast evrukreppuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar Bjarki.
Massív afneitun svona heittrúaðs ESB/EVRU sinna eins og þér er á svo háu og alvarlegu stigi að þetta líkist einhverskonar sturlunar ástandi.
"VIVA LA MORTE" = "DAUÐINN ER SIGUR" !
Allt ESB stjórnsýsluapparatið er á nú í djúpri og alvarlegri tilvistarkreppu, sem einkennist af efnahagslegu fárviðri, pólitískri upplausn, gríðarlegu atvinnuleysi og vaxandi fátækt og skulda- og gjaldmiðilskreppu.
Þessi Evru kreppa er nú talin helsta ógn við efnahag alls heimsins.
Svo stinga bara svona ESB Strútfuglar eins og þú höfðinu í sandinn og hrópa - "VIVA LA MORTE"
Er ekki allt í lagi hjá þér ?
Gunnlaugur I., 10.6.2012 kl. 15:41
Og allt bara gott að frétta frá spáni.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2012 kl. 15:55
stabílustu svæðum í veröldinni
Það eru ekki nema um 13 ár síðan þjóðernishreinsanir áttu sér síðast stað innan marka umrædds svæðis, einmitt um svipað leyti og evran varð til, en lönd innan svæðisins hafa reyndar sum verið í stríð samfellt í áratugi við ýmis önnur ríki bæði utan og innan Evrópu. Sannkallaðir merkisberar stöðugleika... Ztabilitieeee!!!
skjalfest rækilega
Jafn rækilega og fjárreiður ESB, sem enginn endurskoðandi vill votta?
ríki utan Evrusamstarfsins gætu átt það á hætti að fara í slow motion og missa af þróuninni
Eins og þeir "óheppnu" sem misstu af fari með Titanic, vegna þess að þeir voru í slow motion og náðu ekki á hafnarbakkann í tæka tíð?
Við skulum nú ekkert minnast á ríki Evrópu sem eru jafnframt utan EU. Við skulum nú ekkert taka umræðu um þau ríki.
Nei, þöggum frekar niður það sem er óþægilegt! (Einnig kallað "kratismi".)
Og allt bara gott að frétta frá spáni.
Síðan hvenær telst rusleinkunn til góðra frétta? Sú breyting fór framhjá mér.
Svo er alls ekkert búið að bjarga Spáni, þvert á móti fullyrti forsætisráðherrann að "björgunarlánið" svokallaða væri í raun "engin björgun". Þetta var haft eftir honum orðrétt, svo það virðist sem Spáni hafi engin björgun borist enn.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.6.2012 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.