Hringavitleysan um erlend eða gengistryggð lán.

Nú var Hæstiréttur enn einu sinni að sýna snilli sína. Í útskýringum sínum fyrir afhverju umrætt tilfelli teldist ,,erlent lán" kemur svo vel fram að um tæknilegt formsatriði er að ræða. það er alveg ótrulegt hve mikið mál er búið að gera úr tæknilegu formsatriðaorðalagi.

,,Við úrlausn þess hvort um gilt lán í erlendum gjaldmiðlum er að ræða eða ólögmætt gengistryggt lán í íslenskum krónum er fyrst að líta til heitis skuldabréfsins en fyrirsögn þess er: ,,Skuldabréf í erlendum gjaldmiðlum." Í öðru lagi að lánsfjárhæðin er samkvæmt orðalagi skuldabréfsins fyrst tilgreind í þremur erlendum gjaldmiðlum, svissneskum frönkum, japönskum yenum og evrum, og síðan jafnvirði lánsins í íslenskum krónum. Í þriðja lagi eru vextir samkvæmt skuldabréfinu til samræmis við að um erlent lán sé að ræða tilgreindir Libor og Euribor vextir. Í fjórða lagi er til skilmálabreytingarinnar að líta, en fyrirsögn hennar er: ,,Skilmálabreyting skuldabréfs í erlendum myntum/mynteiningum" og er jafnvirðisfjárhæðar í íslenskum krónum þar ekki getið. Þegar framangreind atriði eru virt verður lagt til grundvallar að hér hafi verið tekið gilt lán í hinum tilgreindu erlendu gjaldmiðlum."

http://www.haestirettur.is/domar?nr=8140


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband