7.6.2012 | 17:32
Örfáar hræður á Austurvelli.
Kjánaleg uppákoma varð í dag þegar örfáar sjallahræður mættu á Austurvöll að skipun yfirboðara sinna. þar voru sjallahræðurnar að væplast eitthvað um völlinn í algjöru vit- og tilgangsleysi. Gott ef eitthvað af hræðunum voru ekki hálffullar. Svo mikið var tilgangs- og vitleysið. þessi kjánaskapur stóð yfir í eitthvað 10-15 mínútur og þá létu flestir sig hverfa því þeir skömmuðust sín fyrir þetta sem vonlegt var.
Um 1.500 manns á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir sjómenn sem létu eins og strengjabrúður útgerðarmafíu.. ætli þeir eigi ekki eftir að skammst sín það sem eftir er... Já hvað segir þú, varst Þú einn af þeim sem lést úgerðarmafíuna draga þig á asnaeyrunum um austurvöll.. .Nú varstu drukkinn.. jæja ok það afsakar sma :)
DoctorE (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 17:40
Er eins komið fyrir þér Ómar og Birni Val að ef fólk er ekki sammála ykkur eru menn fullir?Þarna kemur í ljós með ykkur félagana að margt er líkt með kúk og skít.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 7.6.2012 kl. 17:57
Það er reyndar alveg rétt, að það var smekkfullt í dag á knæpunum meðfram Austurvelli af hraustbyggðum íslenskumælandi mönnum sem voru sumir jafnvel í pollagöllum eða með kaskeyti og fóru um í hópum. Þeir virtust hvorki vera erlendir ferðamenn í skoðunarferð né hinir dæmigerðu jakkafataklæddu lögfræðingar, stjórnmála- og viðskiptamenn sem oft eru á ferli þar um þetta leyti á virkum degi.
Ég er ekki að bulla heldur er þetta einfaldlega frásögn sjónarvottar. En mér finnst ástæðulaust að vekja athygli á því sérstaklega þó einhverjir hafi fengið sér öl í bæjarferðinni að sjómanssið, því þeir voru flestir prúðmannlegir og dólgslæti í lágmarki. Hitinn var öllu meiri í þeim sem stóðu úti á vellinum, og þar var verið að fjalla um það sem er aðalatriðið í samhenginu: fiskveiðistjórnun.
Það sem gerði uppákomuna kjánalega var auðvitað hvernig að því var staðið að smala starfsmönnum stærstu hagsmunaaðila á fundarstað á kostnað viðkomandi fyrirtækja og væntanlega á launum ef ekki á fundinum þá allavega á siglingunni þangað. Það kveikir upp endurminninguna í huga mér af ákveðnum stjórnmálaflokki sem stundaði það að kaupa rútur undir smölun frá elliheimilum og vinnustöðum aðfluttra verkamanna til að láta kjósa sig.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.6.2012 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.