Enn um vald forseta samkvæmt Stjórnarskrá 1944.

það ætlar eitthvað að þvælast fyrir mönnum að forseti hafi ekkert frumkvæðisvald samkv. II kafla Stjórnarskrár frá 1944.

það er alveg undarlegt hve sumir innbyggjara eiga erfitt með að skilja þetta.

11. gr. Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna.
13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.
19. gr. Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.

þar sem segir í II kafla stjskr að forseti geri þetta og hitt - þar stendur í raun að Ráðherra geri það! Afhverju það er svo flókið að skilja það er mér algjörlega hulið. Forseti hefur ekki frumkvæðisvald að einu né neinu og bókstaflega tæknilega getur það ekki. Vegna þess að Ráherra þarf líka að skrifa undir. Undirskrift forseta eins jafngildir barasta einhverjum nóbodý útí bæ.

Undirskrift hans er táknrænt ytra form. Til að gefa athöfnum ákveðinn ramma og virðulegt form etc.

þá segja menn: Hvað með 26. grein? Ok. förum yfir það. Hvað gerir forseti þar? Hann gerir ekkert! HANN AÐHEFST EKKI! Hann skrifar ekki undir. Hvað þá gerist er í raun í höndum ráðherra og ríkisstjórn. Stjórnvöld geta annaðhvort látið þar við sitja eða sent málið í þjóðaratkvæði. Sem dæmin sanna.

Ef menn vilja velta þessu fyrir sér eitthvað meir, þá væri relevant spurningin hvort forseti gæti fræðilega neitað að skrifa undir önnur ákvæði svo sem framlagningu stjórnarfrumvarpa á Alþingi. Hann getur ekki neitað því að mínu mati. En í sjálfu sér má líka segja að erfitt væri að neyða hann til þess að skrifa undir. Ef hann brygðist á þann hátt hlutverki sínu sem formlegt og táknrænn rammi - þá jafngilti það afsögn forseta, að mínu mati.

26. greinin fær annað gildi varðandi athafnaleysi vegna þess að í aðdragada stjórnarskrár kemur fram í umsögn að menn höfðu í huga að forseti gæti hugsanlega neitað að skrifa undir án atbeina ráðherra. það má samt velta fyrir sér hvort allir alþingismenn hafi alveg hugsað útí það á sínum tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband