Afhverju forseti hefur engin völd samkv. ísl. stjórnarskránni.

það hefur borðið talsvert á því að innbyggjarar hérna eigi erfitt með skilja stjórnarskrá sína og ef þeir fara að lesa hana - þá er eins og þeir geti ekki lesið hana til enda. það er kristalskýrt samkvæmt stjórnarskrá landsins að forseti er valdalaus. Alvaldalaus. það eru eftirfarandi greinar sem kveða á um það:

11. gr. Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum.

13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.

19. gr. Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.

þetta getur bara varla verið skýrara. Hvernig á forseti að hafa einhver völd þegar svo skýrt er tekið fram að hann er valdalaust formsatriði? það er mér hulið.

Vegna ofanskráðra greina, þá hefur hann ekki einu sinni völd til að senda lagafrumvörp í þjóðaratkvæði. 26.greinin er þegar af þessum sökum merkingarleysa.

það kom líka vel í ljós 2004. þá var ekkert þjóðaratkvæði. 26. greinin kom því út eins og forseti hefði fengið í arf neitunarvald Konungs frá fornum öldum.

Vegna ofanskráðs þá er 26.grein í raun ógild. Vegna þess að ef hún ætti að hafa eitthvert inntak og gildi - þá hefði þurft skilgreiningar í kringum greinina í stjórnarskránni. Svo sem undantekningarkilgreiningu frá meginreglu o.s.frv. það er ekkert slíkt í skránni.

Ef 26.greinin þýðir eitthvað - þá er það það að Ráðherra getur sent frumvörp í þjóðaratkvæði. Vegna þess að það stendur í 13.grein að Ráðherra fari í raun með vald forseta. þetta er alveg í samræmi við þingræðisvenju og fulltrúarlýðræði.

þessi túlkun á seinni misserum með forsetann - að það er bara bull. Hreint bull. Kristalskýrt í stjórnarskra frá 1944 að forseti er valdalaus og hefur engin áhrif á stjórnarathafnir. Ráðherrarnir fara með valdið og forseti er aðeins ytra táknrænt form.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband