Héðinn Valdemarsson, stórhöfðingi, skrifaði grein í Nýtt Land um Sjálfstæðismálið svokallaða 1941. þar ber margt á góma eins og gengur en sú umræða að slíta ætti sambandi við Danmörk komst fljótt á skrið eftir að stríðið braust út. það sem er m.a. merkilegra atriða í greininni er að Héðinn bendir á að Konungur hafði í raun ekki neitunarvald samkvæmt stjórnarskrá Íslands. það er eins og innbyggjar hérna hafi ekki allir gert sér grein fyrir því. En þegar horft er til baka og skoðað af fjarlægðaryfirsýn - þá er þetta sugljóslega algjörlega rétt hjá honum. Konungurinn hafði ekki neitunarvald vegna atriðanna er hann bendir skarplega á:
,,Rétt er því að gera sér grein fyrir því, á hverju það byggist, að íslendingar óski eftir lýðveldi. Þingbundin konungsstjórn hefur víða gefizt svipað og lýðræðisstjórn. Lýðveldin hafa venjulega risið upp sem andstæða einræðisstjórnar konunga eða annarra, en er konungsstjórnin hefur orðið þingbundin, hefur valdið raunverulega verið í höndum ráðuneytis, sem lotið hefur þingræði, og konungurinn ekki getað framkvæmt stjórnarathafnir án samþykkis ráðuneytisins, heldur verið skuldbundinn að staðfesta gerðir þess. Það er því eins og hver önnur haugavitleysa, er Þjóðviljinn, sem annars vill halda sambandinu óbreyttu nú, þvert ofan í stefnuskrá Sósíalistaflokksins, talar um að það þyrfti að afnema ,,neitunarvald konungs" því að það er ekki til samkvæmt okkar stjórnarskrá."
(Nýtt Land. 14.3. 1941, bls. 2.)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.