23.5.2012 | 18:37
Forseti hefur ekkert þessi völd.
Kristján X konungur vor hafði meiri skilning á þingræði en margir kjánainnbyggjarar hérna árið 2012. það segir sína sögu um fávisku innbyggjara hérna sumra, að halda það að forseti geti rofið þing uppúr þurru án atbeina ráðherra - að mann rekur í rogastans. þetta fólk sem skrifar svona veit bókstaflega ekki neitt.
Hint: þingræði? Einhver??
Krafist þingrofs og kosninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki hreint þingræði á Íslandi forsetinn kemur líka að framkvæmdavaldinu.
Hallgeir Ellýjarson, 23.5.2012 kl. 18:48
Hann er valdalaus. Aðild hans er bara ytra formsatriði.
Kristján X vissi þetta.
Ætlast fólk í alvöru til að forseti fari að víkja stjórn frá sem hefur meirihluta þings á bak við sig? Er fólk að tapa sér!
þá erum við að tala um allt aðra stjórnskipan en verið hefur við lýði í 100 ár.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.5.2012 kl. 18:55
Óhað því hvort þú hefur rétt fyrir þér eða ekki þá eru flestir á því að forsetinn hafi þessi völd. Hann gat beitt synjunarvaldinu og ætti því alveg eins að geta beitt þessu ákveði.
Finnst þér þingræði vera mikilvægara en lýðræði? Meirihluti þjóðarinnar styður ekki þessa stjórn það er öllum augljósr sem hafa opin augun.
Hallgeir Ellýjarson, 23.5.2012 kl. 18:59
Talandi um kjána, þá hefur þú litið í spegil þegar þú skrifaðir þetta því í 24. grein stjórnarskrá líðveldisins segir skýrum stöfum;
24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)
Jack Daniel's, 23.5.2012 kl. 19:09
þingræði ER lýðræði.
En fræðilega spurningin, ef forseti færi að gera þetta - eg er ekki alveg að sjá hvað mundi þá við taka. Væri ekki hægt að senda það til Hæstaréttar?
Hæstiréttur mundi líta til þingræðishefðar og hvað menn höfðu í huga þegar stjskr. var samþykkt 1944. Menn höfðu ekki í huga fosetaræði.
þetta með 26. grein, að þá ber að varast alveg sérstaklega að blanda henni við aðrar greinar um forseta. Vegna þess að sú grein hefur algjöra sérstöðu í Skránni 1944. Tilvísun í þjóðaratkvæði er nýjung 1944. Viðbót. Og skilningur, sumra allavega, í aðdragandanum var sá að því er virðist að forseti gæti hugsanlega beitt ákvæðinu án atbeina ráðherra. Um það hafa verið skiptar skoðanir og í 60 ár var talið að ákvæðið væri samt dauður bókstafur þó annað veifið kæmu upp umræður um það.
Ekkert slíkt er til staðar um aðrar greinar er snúa að forseta í stjskr. það hafa allir verið sammála um að greinarnar væru formlegs eðlis og valdið væri í raun þings og ráðherra. Sem vonlegt er enda var sá skilningur að hér væri þingræði. Allt tal um annað þýddi að hér væri forsetaræði. Ef menn hefðu verið að innleiða forsetaræði 1944 - þá hefði það ekkert getað farið fram hjá mönnum á sínum tíma og í framhaldi hefði ekki verið hægt að halda því leyndu í öll þessi ár. Barasta ekki hægt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.5.2012 kl. 19:14
Hæstiréttur mundi því dæma að forseti hefði ekki þessi völd. það er algjörlega fyrirséð.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.5.2012 kl. 19:15
Þess má að auki geta, að forestinn er kosinn beinni kosningu af þjóðinni en þingmenn og ráðherrar ekki.
Forsetinn hefur beint umboð frá þjóðinni samkvæmt 24. greininni til þess að veita formönnum flokka umboð [fyrir hönd almennings í landinu] til að mynda stjórn.
Þar af leiðir að hann hefur fullt vald til þess að draga þetta umboð til baka krefjist þjóðin þess......
Þarf að útskýra þetta eitthvað frekar?
Jack Daniel's, 23.5.2012 kl. 19:17
26. greinin hefur ekki rassgat með þetta að gera enda fjallar hún um lagasetningar og synjunarvald forseta og þjóðaratkvæðagreiðslu.
Jack Daniel's, 23.5.2012 kl. 19:19
Jack, það er þetta sem eg er að segja. Fólk verður að kynna sér aðdragandann og söguna. Þingræðið. Sem var fest í sessi löngu fyrir 1944. þetta er aðeins ytra form án raunverulegra valda. Í raun er það þing og ráðherra sem fer með völdin.
það að lesa bara greinar er snerta forsetann svona, þ.e. afmarkað og án samtúlkunar og heildartúlkunnar - leiðir menn og konur á algjörar villigötur. þá eru menn að segja að þingræði hafi aldrei náð til íslands. það hafi bara verið einvdur konungur - og svo einvaldur forseti! þetta tekur engu tali að innbyggjarar skuli vera svona óupplýstir. Lærðu þið aldrei um stjórnarskrána í barnaskóla?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.5.2012 kl. 19:19
,,26. greinin hefur ekki rassgat með þetta að gera"
Með hvað að gera? Stjórnarskrána?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.5.2012 kl. 19:21
26. greinin hefur ekkert að gera með neitt annað en synjun forseta á lögum frá alþingi og kemur þessu máli því ekkert við. Búið.
24. greinin fjallar hins vegar um umboð forseta til formanna flokkana til að mynda ríkisstjórn. Það gerir hann í umboði íslensku þjóðarinnar.
Krefjist þjóðin þess að ríkisstjórn víki og ákveðin fjöldi skrifar undir bænaskjal þess efnis, þá verður forseti samkvæmt 24. grein að kalla sitjandi forsætisráðherra á sinn fund og svipta hann þessu umboði og leysa upp þing. Kemur skýrt fram í stjórnarskrá.
Svo má alveg skoða þetta;
15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.
Og í hvers umboði skipar hann ráðherra? Jú þjóðarinnar enda er hann kostinn beint af henni og því kallast þetta lýðræðisríki en ekki konungsríki, þingræðisríki, einræðisríki eða herstjórnarríki.
Jack Daniel's, 23.5.2012 kl. 19:27
Burtséð frá því hvort forsetinn hafi þessi völd eða ekki þá mundi þjóðin grátbiðja núverandi ríkisstjórn að snúa aftur eftir að framsóknarsjallar hafa verið við völd í svona mánuð og sýnt fyrir hvaða öfl þeir vinna.
Óskar, 23.5.2012 kl. 19:31
Hehe. Rétt Óskar.
Jack Daniel's, 23.5.2012 kl. 19:35
Ólafur Ragnar tekur af allan vafa um þetta. Orðalagið er proxy. það er þingræði hérna og valdið er annars en forsetans. þetta þarf eigi að ræða meir. Forseti vor hefur talað:
,,,,ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fjallaði um valdastofnanir stjórnkerfisins og forseta Íslands í ritinu Íslenska þjóðfélagið, sem félagsvísindadeild Háskóla Íslands gaf út árið 1977 en hann var þá prófessor við deildina. Þar segir Ólafur Ragnar að enginn forseti hafi beitt 26. grein stjórnarskrárinnar um heimild forseta til að synja lagafrumvarpi og ákvæðið sé í reynd dauður bókstafur. Ólafur Ragnar skrifaði ritið ásamt Þorbirni Broddasyni prófessor og kemur fram í inngangi að Ólafur Ragnar ritaði þá kafla sem fjalla um íslenska stjórnkerfið. Þar segir m.a.: "Í raun og veru er meginefni stjórnarskrárinnar, 57 af 81 grein, helgað tveimur aðilum - forseta og Alþingi - og er sú lýsing þó hvergi nærri tæmandi og í sumum atriðum villandi sé orðalagið tekið bókstaflega. Formleg lýsing stjórnarskrárinnar á verkefnum forseta gefur til kynna að þjóðhöfðingjaembættið sé valdameira en reynslan sýnir. Ákvarðanir sem forseti gefur formlegt gildi eru í raun teknar af öðrum enda segir í 13. gr. "Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt." Í 15. gr. stjórnarskrárinnar segir: "Forseti skipar ráðherra" og "hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim". Í raun eru fjöldi ráðherra, verkaskipting og val á mönnum í embætti ákveðin af þeim stjórnmálaflokkum sem mynda ríkisstjórnina. Í 22. gr. segir að "forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki" en í reynd annast ríkisstjórnin það verkefni. Í 26. grein er forseta veitt heimild til að synja lagafrumvarpi staðfestingar, þar eð enginn forseti hefur beitt þessu ákvæði er það í reynd dauður bókstafur."
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/798169/
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.5.2012 kl. 19:36
Þingræðið var ekki lýðræði þegar stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var hrakin burt!
Hallgeir Ellýjarson, 23.5.2012 kl. 19:43
Það er líka ekkert sjálfgefið að Sjálfstæðisflokkurinn fari í stjórn með Framsóknarflokknum. Samspillingin er líka ekkert skárri flokkur en SJálfstæðisflokkurinn eins og komið hefur í ljós seinustu ár.
Hallgeir Ellýjarson, 23.5.2012 kl. 19:44
Ég ætla bara rétt að vona að forsetinn okkar haldi áfram næstu fjögur ár....
Jóhanna (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 20:10
Hahahaha 26.grein í reynd dauður bókstafur - með einum eða öðrum hætti.
Samt algjörlega rétt hjá honum. Svona var þetta alltaf kennt. það var farið sérstaklega yfir stjórnarskrána í mínum barnaskóla. Og það var útá landi. þar var skýrt út tilkoma þingræðis og hvernig orðalag greina um forseta væri tilkomið. Flutningurinn frá Konungsvaldi til þigræðis og fulltrúarlýðræðis. þar var nákvæmega sagt að 26.grein væri dauður bókstafur. þannig var þetta alltaf skilið af barasta öllum. Meðal annars forseta vorum. Greinilega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.5.2012 kl. 20:36
,,Þingræðið var ekki lýðræði þegar stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var hrakin burt!"
Jú. Stjórnin agði af sér.
,,Geir H. Haarde forsætisráðherra Íslands tilkynnti í dag 26. janúar að stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar væri lokið, vegna innri ágreinings."
http://www.norden.org/is/a-doefinni/frettir/rikisstjorn-islands-segir-af-ser
það þýðir ekkert að láta svona. Stjórnskipan hérna er þigræði. Fulltrúarlýðræði. Í 100 ár eða meira jafnvel.
Forseti er táknrænn og valheimildir ytra formsatriði. Hann ræður engu. Ef fólk vill hafa einráðann forseta - þá verðurþað að gjöra svo vel að fá það samþykkt á þar til gerðan lýðræðislegan hátt. Annað er barasta húmbúkk.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.5.2012 kl. 21:04
Kanntu ekki að lesa eða ?
24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)
Charles Geir Marinó Stout, 24.5.2012 kl. 00:14
þetta er vandamálið og líklega ein aðalástæðan fyrir því að sjallar rústuðu hérna landinu. Það kemur fram trekk í trekk að innbyggjarar margir eru barasta ófærir um að afla sér þekkingar að gagni. Ófærir um það. Ennfremur virðast þeir ekki hafa gengið í neinn skóla og ef þeir hafa gengið í hann - þá hafa þeir þar ekkert lært. Kannski skiljanlega því svo virðist sem þeir séu ófærir um að taka einföldustu leiðeiningum.
Sést afar vel í þessu stjskr. máli og innkomu orðsins forseti þar. Fólk barasta skilur ekki að ástæða þess að orðalagið er með þessum hætti er útaf sögunni og hefð. Tenging hins nýja við það gamla. það hefur því síður hugynd um að hérna hefur þingræði ríkt í 100 ár ef ekki meira og megininntak stjskr. er að festa þingræði í sessi. Sem vonlegt var. Moreover getur fólk enganvegin skilið að við samtúlkun greina stjskr. er augljóst að þings og ráðherra er valdið en hlutverk forseta aðeins ytra táknrænt form. Enda er það í samræmi við söguna. það eru engar heimildir um að forseti hafi átt að verða alráður þegar stjskr. var samin 1944. Engar heimildir um það. Og allar götur síðan eru engar heimildir um það. Forseti hefur ekki þessi völd og hefur aldrei haft. Meir að segja Kristján 10. konungur var hafði ekki þessi völd - og hann skildið það! Kristján 10. skildi að hann hafði ekki þessi völd. Hann skildi að ráherra og þingsins var valdið. Fólk er að gera sig að algjöru fífli með þessu og jafnframt er það að gefa út yfirlýsingu um að það sé fábjánar sem viti bókstaflega ekki neitt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.5.2012 kl. 00:39
Ómar finnst þér að stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hefði átt að virða lýðræðið og sitja út kjörtímabilið á sínum tíma?
Hallgeir Ellýjarson, 24.5.2012 kl. 01:01
það er ekkert nauðsynlegt, uppá þingræðið að gera, að stjórn sitji út kjörtímabilið. það hefur margoft gerst að slitni uppúr samstarfi eða meirahlutamyndun fulltrúa almennings áður en kjörtímabil rennur út.
Í þessu ákveðna tilfelli finnst mér eðlilegt að samstarfið hafi slitnað. Fyrr eða síðar. Vegna þess einfaldlega að Sjallaflokkur var gjörsamlega rúinn öllu trausti eftir Sjallahrunið. það má deila um hve lengi stjornin átti að sitja og hvenær best hefði verið að boða til kosninga. Eftir á að hyggja hefði hugsanlega verið betra að neyða þá sjlla til að moka eitthvað af skítinum eftir sjálfa sig. En þá verður að hafa í huga að þeir eru gagnslausir til allra alvöru verka og sennilega verið ónothæfir í það verk.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.5.2012 kl. 01:15
Ómar, það er vandamál með stjórnarskrána hversu loðin hún er. Það er ekki nóg að vísa til þess að menn hafi ætlað þetta svona og skilið þetta með einhverjum tilteknum hætti, það sem stendur er það sem stendur.
Þetta kemur berlega í ljós varðandi 26. greinina, allir voru sammála um að "vald" forseta þar væri ekkert vegna hefðar og þess sem menn kannski hugsuðu þegar stjórnarskráin var samin. En svo notaði forseti 26. greinina og eftir talsverðan glundroða samþykkti þjóðin og þingið að forsetinn hefði þessi völd, þ.e. að synja undirskrift og vísa lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hin leiðin, að hunsa með einhverjum hætti vald forseta, fara fyrir Hæstarétt osfrv., var ekki reynd enda talsvert snúin og niðurstaðan ekki fyrirfram gefin.
Ástæða þess að menn samþykktu þetta vald forseta, er eflaust sú að þetta er mjög "lýðræðislegt" vald. Forsetinn er lýðræðislega kjörinn, fulltrúi þjóðarinnar, sem þingið auðvitað líka er. En forsetinn hefur þarna "vald" til að stöðva framgang máls hjá fulltrúum og senda beint til kjósenda. Vald hans felst í að geta dregið kjósendur beint inn í ákvarðatökuna. En forsetinn hefur ekki vald til að stöðva mál, breyta málum eða semja sjálfur lög og undirskrifa. Hann hefur ekkert löggjafarvald.
Svipað gildir um 24. greinina, um að rjúfa þing osfrv., þar fær forsetinn "vald" til að taka fram fyrir hendurnar á fulltrúum kjósenda og setja valdið beint í hendurnar á kjósendum.
Ef svo færi að ÓRG beitti 24. greininni í óþökk meirihluta Alþingis þá getur forsætisráðherra og þingið ákveðið að hunsa hann. Kosningar geta væntanlega ekki farið hreint skipulagslega séð nema með milligöngu ríkisstjórnar. En stjórnarkeppa myndi án efa bresta á, forseti gæti neitað að samþykkja öll lög frá ólöglegu Alþingi, stjórnarandstaðan myndi örugglega láta öllum illum látum og stór hluti þjóðarinnar yrði eflaust mjög ósátt við að Alþingi sæti í óþökk forseta, Alþingi yrði talið ólöglegt af stórum hluta þjóðarinnar. Ríkisstjórnin gæti beint því til Hæstaréttar að hann felldi úrskurð um hvort beiting á 24. greininni stæðist stjórnarskrá en það er erfitt að sjá hver niðurstaðan yrði. Ég held að enginn myndi vilja gulltryggja það, eins og þú virðist vilja meina, að Hæstiréttur myndi segja að 24. greinin sé merkingarlaus.
Enda hefur henni verið beitt mörgum sinnum áður, en þó aldrei án þess að sitjandi ríkisstjórn hafi farið fram á það. Alþingi getur ekki efnt til kosninga til Alþingis, það getur bara forseti, og það hefur forseti gert minnst 15 sinnum frá gildistöku frumvarpsins. Forseti hefur því aldrei framselt vald sitt til að efna til kosninga, eins og hann t.d. framselur vald sitt til ráðherra í ýmsum öðrum efnum.
Það er athyglisvert að gera samanburð við Frakka, þar tóku þeir upp beinar forsetakosningar á 6. tug síðustu aldar, með mjög valdamikinn forseta sem skipar eigin ríkisstjórn osfrv. En skyldi franska stjórnarskráin vera svo mjög frábrugðin þeirri íslensku þegar kemur að því að skilgreina vald forseta? Það gæti verið gaman að bera þessar tvær stjórnarskrár saman með það í huga.
Brynjólfur Þorvarðsson, 24.5.2012 kl. 08:55
Jú, auðvitað skiptir öllu máli hvað menn höfðu í huga.
26.grein er annars eðlis en önnur ákv. þar sem forseti enur fyrir. Margbúið að far yfir það. Í stuttu máli, í 26. grein er það í raun ekki hann sjálfur sem hefur völdin - heldur þjóðin. þessi grein er samt sem áður umdeilanleg.
Ef hinar greinarnar sem snerta forsetan væru teknar bókstaflega - þá þýðir það það að forseti væri barasta einráður hérna! Tóm tjara a tala um þetta og þessir proxy-sjallar eru að fara fram á stjórnarskrárbrot beisiklí.
Völdin eru í raun Ráðherrans. það er hans sem er valdið. þegar Alþingi eða flokkar á Alþingi velja Ráðherra - þá eru þeir að veita þeim hinum sama mikil völd. Forsætisráðherra getur fræðilega rofið þing - gegn meirihlutavilja Alþingis. þ.e.a.s. að ef alþingi samþykkir vantraust á Ríkisstjórn - þá getur Forsætisráherra rofið þing og boðað þ.a.l. til nýrra kosninga. þetta vissi Kristján X alveg. Hann skildi þetta. Hann vissi að í raun var Ráherrans valdið. Og hvernig stendur á því að Kristján 10. skildi þetta svona miklu betur? Er ekki bara málið að fá hérna Dönsku Drottninguna sem þjóðhöfðingja? Held það.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.5.2012 kl. 12:24
Ertu viss um að það sé forsætisráðherra sem getur rofið þing? Er það ekki alltaf meirihluti þingsins? Þá annað hvort ríkisstjórn/forsætisráðherra með meirihluta á bak við sig, eða vegna vantrausts sem meirihluti þings hefur samþykkt?
Hvað menn höfðu í huga skiptir máli siðferðislega (í víðum skilningi) og einnig tæknilega ef hugsanlegt stjórnarskrárbrot kæmi inn á borð Hæstaréttar. En ef þing/ríkisstjórn viðurkennir í reynd tiltekið vald forseta eins og það er skrifað í stjórnarskrá (t.d. að vísa til þjóðaratkvæðagreiðslu) þá er afleiðingin sú að forseti hefur það tiltekna vald.
Stjórnarskrár eru vandmeðfarnar, einhver gáfaður Breti benti víst á að það er ekki hvað stendur í skránni sem skiptir máli heldur hvernig farið er með. Mörg verstu einræðisríki hafa haft einstaklega lýðræðislegar stjórnarskrár, að sama skapi mætti misnota stjórnarskrár margra lýðræðisríkja til að koma á einræði. Það gildir einnig á Íslandi.
Aðal atriðið væri viðbrögð við ákvörðun forseta. Nú þegar málið hefur verið reifað opinberlega þá er alls óvíst hver framkvæmdin yrði í raun - ef ÓRG lýsti því yfir með vísan í stjórnarskrá að hann hefði rofið þing osfrv. þá gæti málið endað í þeim farvegi að það yrðu haldnar kosningar. Síðan þyrftu menn að taka afstöðu til þess hvort breyta þurfi stjórnarskrá eða viðurkenna nýtt valdsvið forseta.
Ég er ekki viss um að Hæstiréttur myndi dæma eins og þú segir, ég tel það líklegt en ekki öruggt. En ef málið verður ekki lagt fyrir Hæstarétt (eða ef það gerist fyrst eftir að þingið hefur viðurkennt ákvörðun forseta í reynd með því að ganga til kosninga) þá væri þar með búið að breyta stjórnarskránni án þess þó að breyta bókstaf hennar. Slíkt er alls ekki óhugsandi.
Pólítískt séð er ég hlynntur auknum völdum forseta og ég mun kjósa út frá því þegar þar að kemur. Ég vil sjálfur sjá amk að forseti geti beint málum til þjóðaratkvæðagreiðslu. Og ég væri einnig alveg til í að athuga það að forseti gæti rofið þing að eigin frumkvæði ... en ég er ekki viss um að það væri góð hugmynd. Þyrfti að velta því aðeins fyrir mér.
Slíkt vald væri alltaf umdeilt og pólítískir stuðningsmenn sitjandi ríkisstjórnar myndu alltaf verða öskuillir. En forsti endist aðeins sitt kjörtímabil (og einhverjar leiðir eru víst til að losna við hann fyrr) og niðurstaðan yrði bara sú að lýðræðið (og pólítíkin) yrði meira spennandi en það var áður.
Brynjólfur Þorvarðsson, 24.5.2012 kl. 13:32
Varðandi samanburð á skilningi Kristjáns X. eða Margrétar Þjóðhildar annars vegar og ÓRG hins vegar þá er sá gríðarlegi og algjöri munur á að forsteinn er kjörinn beinni kosningu. Kóngar og drottningar eru ekki kosnar beinni kosningu.
Margrét veit eins og er að ef henni dytti í hug að taka fram fyrir hendurnar á kjörnum fulltrúum þá yrði afleiðingin stjórnarskrárbreyting sem tæki örugglega af allt vald hennar og myndi líklega fella niður konungsdæmið.
Margrét hefði t.d. aldrei getað neitað lögum um undirskrift. ÓRG gat það í valdi þess að hann var kjörinn beinni kosningu, með lýðræðislegt umboð frá þjóðinni. Þannig að þessi samanburður við hvað einhverjir kóngar skildu eða ekki skildu er dálítið slappur.
Brynjólfur Þorvarðsson, 24.5.2012 kl. 13:35
já alveg viss. Ráðherrans er valdið. Og það breitir engu þó forseti sé þjóðkjörinn.
Sko, ísl. stjsk. er nánast aveg eins og sú danska. Ísl. Skráin er að uppistöðu frá 1874. Sama skráin og Kristján stendur með þarna fyrir framan stjórnarráðið. Svo verða ákv. breitingar 1903 og ísl. fær nýja skrá 920 við fullveldið. Og síðan endanleg mynd 1944. (sem flestir töldu þó til bráðaburgða og endurskoða þyrfti skrána fljótlega.)
það er alveg vitað hver þróunin var á þessum tíma. Vald færðist frá konungi til Ráherra og þings. þetta er óumdeilt. Og til gefa stjórnun ríkis ákveðna festu - þá færist fv. vald konungs í raun til Ráherra. Ráðherra og stjórn þurfa síðan bakköpp frá Alþingi. En samt sem áður halda Ráðherrar, og þá aðallega forsætisráðherra, aðalvöldum í vissum tilfellum. Td. í sambandi við þingrof. Að Kristján 10, sem dæmi, tók vald Ráðherra svo alvarlega að hann taldi að hann gæti ekki annað en fallist á tillögu hans og það væri ábyrgð Ráðherra. Kemur vel fram í skeyti sem hann sendi Alþyðuflokknum (en sjallar og lþýðuflokkur vildu að hann afturkallaði þingrofið. Hann taldi sig ekki hafa heimild til þess. Kemur alveg vel fram hjá honum.)
,,,,Um leið og ég legg áherzlu á það, að alþingi samkvæmt eindreginni tillögu alls ráðuneytisins og á ábyrgð þess var rofið 13. apríl þesssa árs nú „nú þegar", skal yður hér með tjáð, að ég hefi ekki getað fallist á skilning andstöðu flokkanna á ákvæðum stjórnarskrárinnar um þettta atriði.
Christian R."
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.5.2012 kl. 14:42
þ.e.a.s. að þingrofið væri á ábyrgð Ráðherra. Hann væri eingöngu formsatriði.
Jú jú, þá veit eg hvað kemur: Sveinn Björnson neitaði Ólafi Thors um þingrof. En það ber ekkiað taka sem svo að forseti hafi frumkvæðisrétt varðandi þingrof. Hann getur vissulega lagt til að þingið leiti fyrir sér um annan meirihluta. það er matsatriði. Varðandi Svein þá ber jafnframt að hafa í huga að stjórnmál á stríðsarunum og eftir strið voru í þvílíkri hringavitleysu. það má alveg réttlæta það að Sveinn hafi sett vissa pressu á stjórnarmyndun með einum eða öðrum hætti. En afskipti hans eru langt frá því sem farið er fram á núna. Langan veg frá. það sem farið er frm á núna er barasta útí bláinn. Útí himinbláinn. Enda eru þessir proxy-sjallar komnir á fullt aftur á bak og eru á harðahlaupum frá þessari vitleysu sinni. þeir voru að meina eitthvað allt annað! Og hugsa sér að þingmaður Sjalla, Guðlaugur þór, hafi farið að skrifa undir svona vitleysu. Sínir vel hve sjallar eru gjörsamlega stórvarasöm fyrirbrigði. Stórvafasamir pappírar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.5.2012 kl. 14:50
Bull.
Eina ástæðan fyrir því að Kristján X samþykkti að konungurinn hefði ekki þessi völd var af því að hann sá fram á að sér yrði steypt af stóli og danska krúnan yrði lögð niður.
http://en.wikipedia.org/wiki/Easter_Crisis_of_1920
Einmitt af því að hann reyndi að leysa upp dönsku stjórnina á sínum tíma og vildi setja í hennar stað stjórn sem var honum hliðhollari.
Munurinn síðan á forseta Íslands og danska konunginum ætti að vera augljós, annar er kosinn í opnum frjálsum kosningum, á meðan hinn erfði titil sinn burtséð frá því hversu fær hann er til að gegna slíku hlutverki.
Ég get síðan tekið undir það að sjallar séu varasamir, en hrokagikkir sem telja sig ávallt hafa rétt fyrir sér og tala niður til þeirra sem eru annarrar skoðunar eru alveg jafn varasamir.
Maynard (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.