18.5.2012 | 23:09
Evran haggast ekki.
Staða Evru versnar hvorki eða skánar. Evran barasta haggast ekki. Sjá hér:
http://www.ecb.int/stats/exchange/eurofxref/html/eurofxref-graph-usd.en.html
það er algjörlega tilgangslaust tal og útí hött að tala um að Evran lækki. Jafnframt er meaningless að tala um eitthvert lægsta gildi Evru ,,í 4 mánuði". Á 4 mánaða tímabili er alltaf eitthvert lægsta gildi. Halló.
Ef eitthvað er fréttnæmt viðvíkjandi Evru, þá er það sá fakti að Evran haggast ekki. Tökum dæmi: Ef einhver hefði átt 1 Evru 2005 - þá væri verðgildið næstum því það sama í dag! Ef einhver hefði átt krónu 2005 - þá ætti hann 1 aur í dag. það er þetta sem verið er að tala um.
Algjörlega fráleitt að reyna sífellt að berja inní höfuð innbyggjara með própaganda 101 að Evran sé alltaf að ,,hrynja" eða til vara ,,falla". Algjörlega fráleitt og þetta er ekki boðlegt í upplýstu samfélagi.
Hérna höfum við hvað? Jú, hugsanlega verður Grikkland rekið úr Evrunni vegna fíflagangs lýðskrumara þar í landi - Evran haggast ekki. Hlýtur nú að segja fólki eitthvað.
Staða evrunnar skánar lítillega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gengur ekki líka sólin um jörðina, Ómar?
Gunnar Heiðarsson, 18.5.2012 kl. 23:39
Nei.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.5.2012 kl. 00:07
Gunnar.
Er ekki jörðin flöt?
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.