Evran haggast ekki.

Eins og sjá má hér:
http://www.ecb.int/stats/exchange/eurofxref/html/eurofxref-graph-usd.en.html

þarna sést að frá sirka 2005 - þá barasta haggast Evran ekki. Eða það er hægur stígandi uppávið með ákv. toppi þarna 2008. Að öðru leiti haggast hún ekki blessunin.

Svo koma fréttir hérna uppi í fásinninu: Evran lægst gagnv. US Dollar síðan janúar 2012. Eh só? þetta er ótrúlega barnalegur fréttaflutningur. Og villandi.

Fréttaefnið er í raun að Evran skuli ekki haggast þrátt fyrir kjánalæti spaugarans Tsiprasar í Grikklandi sem er bara sona að gamni sínu að spila póker með landið sitt ásamt öðrum öfga og ofsaöflum svo sem nasistum og sovétkommúnistum.

ECB er kominn í varnarstöðu gagnvart vissum grískum bönkum og íhugar að hætta að lána þeim vegna fíflagangs öfgamanna. Samt haggast Evran ekkert. Ef Grikkland verður rekið úr Evrunni - þá mun það nákvæmlega engin áhrif hafa til lengri tíma. það er augljóst. Eitthvað 2-3 mánaða jöfnunartímabið en til lengri tíma er augljóst að það breitir engu fyrir Evruna.

Best væri núna að reka barsta Grikki úr Evrunni. Jú jú mætti hugsanlega gefa þeim loka séns - en stareyndin er, því miður, að umræðan í Grikklandi er svo óraunsæ og útá túni að efasamt er að allir hafi húmor fyrir vitleysunni í þeim mikið lengur. Jafnframt er ljóst, að öfgamenn í Grikklandi eru að lesa kolvitlaust í stöðuna. þetta liggur allt fyrir og það er engin dramatik í þessu.


mbl.is Fjárfestar flýja evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband