Alkóa fer að telja fólk - og telur vitlaust!

það var mikið hlegið á dögunum á austanverðu landinu að talningaræfingum Alkóa. Alkóa fór að telja austfirðinga og talningin fór öll í handaskolum. Velta menn nú fyrir sé hvort Alkóa hafi flogið yfir í þyrlu og talið úr lofti líkt og gert er með hreindýr og giskað svo á heildarfjöldan sirka bát. Austurglugganum segist svo frá:

,,Niðurstöður úr sjálfbærniverkefninu, sem er í eigu Alcoa og Landsvirkjunar en er í umsjá Þekkingarseturs Þingeyinga, voru kynntar á fundi í Reykjavík í morgun. Þær eru einnig aðgengilegar á vef verkefnisins. Þá var sagt frá þeim í kvöldfréttum RÚV undir þeirri yfirskrift að íbúum á Austfjörðum/Austurlandi hefði fjölgað um tvö þúsund manns á tæpum tíu árum.

Á sjalfbaerni.is kemur fram að íbúar á Austurlandi hafi árið 2002 verið 7087 talsins en 9080 í fyrra sem myndi þýða viðsnúning upp á 1993 íbúa. Notast er við mannfjöldatölur Hagstofunnar sem miðast við 1. desember hvort ár og miðast svæðið „mið-Austurland“ við sveitarfélögin: Borgarfjarðarhrepp, Seyðisfjarðarkaupstað, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshrepp, Fjarðabyggð og Breiðdalshrepp.

Samkvæmt útreikningi Agl.is, sem byggir á þessum sömu tölum á vef Hagstofunnar voru íbúarnir á svæðinu 8025 og viðsnúningurinn því ekki nema 1055 íbúar.
...
Séu þau tvö sveitarfélög sem út af standa á sambandssvæði sveitarfélaga á Austurlandi, Vopnafjörður og Djúpavogshreppur, tekin með í reikninginn nemur íbúafjölgun á Austurlandi frá 2002 til 2011 aðeins 795 íbúum."
http://www.austurglugginn.is/index.php/Frettir/Frettir/1000_ibuum_of_mikid_i_sjalfbaernimaelingu_

þetta vekur athygli. Nánast engin fjölgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband