16.5.2012 | 12:59
Noregur tekur ekki afstöðu í skuldarmáli Íslands.
Noregur hefur sent EFTA dómstólnum bréf þar sem kemur fram að Noregur taki ekki afstöðu í skuldarmáli því sem nú er komið fyrir EFTA dómsstólinn og nefnt hefur verið almennt Ólisave case.
þessvegna er að rangt náttúrulega sem birst hefur í íslenskum fjölmiðlum að Noregur ,,taki undir" málflutning Íslands. Alrangt. Er tekið vandlega fram í bréfi þeirra Norðmanna: ,,Norge tar ikke stilling til den konkrete saken mellom ESA og Island". Hvernig getur þetta farið framhjá íslenskum fjölmiðlum? þetta þýðir: Noregur tekur ekki afstöðu í málaferlum ESA og Íslands fyrir EFTA Dómsstólnum. það er það sem er fréttin.
http://www.regjeringen.no/nb/dep/ud/aktuelt/nyheter/2012/innlegg_icesave.html?id=682510
þetta er svo ítrekað í bréfinu sem er á ensku: Norska ríkisstjórnin ,,avails itself of the opportunity as provided for in article 20 in the statute of the efta court to present written observation in this case".
þeirra innlegg er bara almennt snakk um að hverju ríki sé í sjálfsvald sett hvernig innstæðukerfið er fjármagnað samkvæmt dírektífi 94/19. það eru engin tíðindi. Upplegg ESA er ekki á þessum grunni. þetta með ,,ríkisábyrgð á innstæðum" er barasta eitthvað sem var fundið hérna upp í fásinninu og fólki sumu talin trú að málið snerist um það. Algjör misskilningur og ESA hefur skýrt þetta allt út nákvæmlega og þarf eigi að endurtaka hér, býst eg við.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.