14.5.2012 | 11:18
Bíða verður næsta árs til að taka á rányrkjuveiðum LÍÚ á makríl.
Menn eru bjartsýnir á það takist að stoppa þessa vitleysu á næsta ári með því að beita viðskiptalegum þáttum. Hvort að reglgugerir verði þannig að þær bíti skal ég ekkert fullyrða um. því ljóst er að erfitt verður að taka á framferði LÍÚ þessu viðvíkjandi. Vegna þess að þegar ábyrgðarleysi og frekja eru í fararbroddi - þá er oft erfitt við að eiga. það hefur margsýnst sig. Slíkt leysist oft fyrir rest með rústalagningu og veruleg hætta er á að svo verði raunin nú. Að LÍÚ rústi þessum fiskistofni. Málið dautt. það væri þá ekki í fyrsta skipti sem LÍÚ það gjörir.
ESB hótar viðskiptabanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er kominn á þá skoðun að þú hafir minna en ekkert vit til að tjá þig um sum mál, kanski flest...
Svo virðist líka sem þú sért á þeirri skoðun að við meigum ekki veiða fisk í okkar landhelgi, það er furðulegra en nokkuð annað.
En það þýðir víst lítið að eiga við menn sem eru freðnir í kollinum eins og margir vita...
Ólafur Björn Ólafsson, 14.5.2012 kl. 12:00
Ómar. Ef ég þekkti ekki til fyrri skrifa þinna, þá héldi ég að þú værir að grínast. Þú sættir þig sem sagt við að Íslensk lögsaga sé matarkysta fyrir ESB. Sem sagt, dæmigerður ESB sinni.
Benni (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 12:43
Þessi pistill er nöturkeg birting á ESB rassasleikju. "Allt fyrir ESB!"
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.5.2012 kl. 12:53
Þetta er síðasta sort af óhróðri um Íslenska hagsmuni.
Makrílstofninn fer stækkandi ár eftir ár.... samkvæmt alþjóðlegum mælingum sem ég tel reyndar að séu undirmat á makrílstofninum.
Ef þessi meinta "ofveiði" að mati pólutíkusa hjá ESB virkar samt árlega til stækkunar á makrílstofninum, - ár eftir ár , hvernig í veröldinni getur þú þá vogað þér að tala um "rányrkju".
Árið 2010 var stofnstærð makríls í ísl. lögsögunni mæld 1100 þúsund tonn. Stofninn óx um 59% ( á heimasíðu sj.ráðuneytis - janúar 2011) og þá stækkaði stofninn um 560 þúsund tonn - bara sá hluti sem dvaldi í ísl. lögsögunni
Af þessu veiddum við 150 þús Tn. Það komu sem sagt 1100 þús Tn + stækkunin 650 þús = 1750 þús tn - við veiddum 150 þús tn og til baka syntu 1600 þús tn.
Hagnaður ESB á 4 mán var sem sagt 500 þús tn - nettó
Kristinn Pétursson, 14.5.2012 kl. 12:55
Henry Rinnan kemur upp í hugann, þegar maður les texta eftir Ómar Bjarka.
Hilmar (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 12:58
Athuga strax þjóðrembingsþrýstinginn! Og í framhadi vrkja öryggisventilinn.
Enginn hefur sagt að LÍÚ mætti ekki veiða. Eigi nokkur maður. Mega veiða makríl ef því er að skipta.
það er verið að tala um rányrkjuveiðar við Ísland! Stoppa rányrkjuveiða LÍÚ á makríl við Ísland. Um það snýst málið.
Eins og eg hef margsagt þá er vonandi að EU taki nú á LÍÚ-Klíkunni af alvöru. Svona framferði gengur ekki lengur. Svona frekja og rányrkja.
Mitt mál og mínar tillögur eru til hagsmuna landi og lýð. það er augljóslega hagsmunir landsins að makrílstofninum sé ekki rústað. Augljóslega. Eigi flókið. þið ráðist hunsvegar að hagsmunum landsins með blindum þjóðrembingsöfgum og ofstopa og heimtið að LÍÚ-klíkan rústi makrílnum með rányrkju og í framhaldi rústi áliti Íslands útávið svo litið verði á landið sem óalandi og óferjandi í hvívetna. þið eigið bara að skammast ykkar fyrir að ráðst svona á landið og hagsmuni þess.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.5.2012 kl. 14:40
Tjékkaru einhvern tímann á því hvort það sem þú segir er satt eða ekki, Ómar Bjarki?
Charles Geir Marinó Stout, 14.5.2012 kl. 15:27
Já. Og það reynist alltaf satt og rétt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.5.2012 kl. 16:09
það sem mönnum yfirsést svoldið í þessari frétt, þó það komi vel fram eiginlega, og velja heldur að deila um makrílinn sem slíkann og LÍÚ og "What have you".
Mönnum yfirsést nefnilega aðal fréttin, þetta með reglugerðabreytinguna sem farið er fram á að taki gildi strax í júní, og geti svo notast á næsta ári, jú reyndar nefnir Ómar Bjarki þetta aðeins og sér í hillingum "vönd" til að flengja "ljótu kallana" í LÍÚ með, skammsýni af verstu sort, því þessi vöndur verður ekki geymdur bak við hurð eftir að búið er að flengja LÍÚ, m.ö.o. setja íslenskan sjávarútveg endanlega á hausinn.
O nei ! þetta er margfalt sterkara kúgunurtæki, en tilsvarandi reglur ESB eru í dag og voru þegar aðildarumsóknin var send inn, með nýju reglunum verður hægt að beita "óþekktarorma" eins og íslendinga og færeyinga og allar aðrar smáþjóðir, margfalt víðtækari viðskiftahömlum en hægt er í dag, og það án þess að samþykki allra ESB ríkja liggi fyrir, aðeins viss meirihluti.
Ef þetta er ekki forsendubrestur fyrir aðildarumsókninni í augum einhverra, þá er bara að bíða aðeins, það kemur meir af þessu tagi á meðan þau öfl sem ráða í ESB í dag eru við völd.
Kv
KH
Kristján Hilmarsson, 15.5.2012 kl. 14:05
Athyglisvert að af fjölmörgum harðorðum commentum hér við þessari bloggrein hinns makalausa ESB sinna Ómars Bjarka Kristjánssonar þá eru þær allar hörð mótmæli við þessum sífellda undirlægjuhætti hans og hörðustu trúboða ESB Trúboðsins á Íslandi.
Ætlar þú ekki að fara að skilja það Ómar að þessi arfa vitlausa barátta þín fyrir innleiðingu ESB helsisins yfir íslensku þjóðina er frá upphafi löngu gjörtöpuð barátta.
Ætli þú eigir þér eitthvert líf á Íslandi eftir óumflýjanlega jarðarför ESB umsóknarinnar ?
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.