13.5.2012 | 14:47
Frekar ótrúleg frétt.
Nú hef ég fylgst með öðru eyranu með þróuninni í Grikklandi og án þess að hafa athugað sérstaklega núna - þá finnst mér neðanlinkuð frétt frekar ótrúleg. Sérstaklega að Syriza ætli að fara í stjórn með PASOK og ND. Vegna þess að það síðasta sem fréttist var að Tsipras reitti leiðtoga Vinstra Lýræðisflokksins til reiði með einhverjum yfirlýsingum og Samaras formaður ND lét hafa eftir sér að hann hefði aldrei kynnst slíkri pólitískri nálgun og Tsipras beitti og bætti við að það væri ógerningur að átta sig á hvað hann væri yfirleitt að fara.
þessvegna væri fróðlegt að vita hvaðan moggi hefur þessi tíðindi núna að Tsipras sé barasta bjartsýnn á stjórn. það væri þá frekar og því myndi ég heldur trúa að Vinstri Lýðræðisflokkurinn kæmist að málamiðlun við PASOK og ND.
Segir stjórn í sjónmáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.