Nokkrir dropar.

Taka ber eftir hvernig Moggi setur þetta upp í fyrirsögninni. ,,Ísland ríkast allra landa af ferskvatni".

þetta er ekki rétt. þetta er: Miðað við höfðatölu.

Hérna eru hvað? Eitthvað 300.000 hræður. Skerið er staðsett norðarlega á hnetti og þar er talsvert vatn eins og gefur að skilja ef menn kunna eitthvað í landafræði sem fáirinnbyggjar virðast vita hvaða fræðigrein er.

Samt er vatnið sem finnst hér ekkert þess eðlis, magnslega séð, að skipti máli glóbalt. Við erum ekkert að tala hérna um eitthvað sjittlód af vatni sko.

Mogginn er því með uppsetningunni að kynda undir þjóðrembingsofstæki eins og vanalega því sem kunnugt er er talsverður hluti innbyggjara ófær um að lesa sér til gagns og kann aðeins að lesa fyrirsagnir.

Faktið er að þetta vatn hérna er fúddnót í heildarsamhenginu.


mbl.is Ísland ríkast allra landa að ferskvatni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kæri Ómar!

Ég bið þig velvirðingar, en ég ætla biðja þig um þýðingu nokkurra orða. Hvað þýðir sjittlót, faktið, og fúddnót. Kveðja.

Jóhanna (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 11:21

2 identicon

Ísland hefur álíka miklar ferskvatnsbirgðir og Þýskaland, Ítalía, Bretland eða Frakkland. Óháð fólksfjölda.

Við höfum helmingi vatnsbirgðir en Danmörk, Belgía, Bulgaría og Sviss til samans.

Við höfum miklu meiri vatnsbirgðir en t.d. Spánn.

O.s.frv.

Kalli (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 11:39

3 Smámynd: Stefán Júlíusson

Ég var eiginelga hissa á því í fréttinni hvað við höfum lítið af vatni.

Stefán Júlíusson, 8.5.2012 kl. 11:55

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sjittlód = Hellingur.

Faktið = Staðreyndin.

Fúddnót = Aukaatriði. (Í þessu samhengi).

Moreover tek eg eigi mark á þó einhver ,,segi bara" eitthvað útí bláin. Sem dæmi, það er alveg hægt að segja að íslendingar séu genatískt frábærari en annað fólk í heimi hér eins og öfgaþjóðrembingar eru alltaf að gapuxast með. Það hefur samt engan relevans varðandi fakta og raunveruleika.

Allt tal um frábærleika innbyggjar hérna er irrelevant án tilvísanna í þar til gerðar vísindalega undirpinnaðar heimildir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.5.2012 kl. 12:35

5 identicon

Alveg dæmigert nuð hér í Ómari Bjarka.

Alltaf allt gert til að gera skipulega mjög lítið úr öllum landkostum lands okkar og þjóðar.

Hjá þér alveg sama hvað þá helgar ESB- eiturmeðalið þitt alltaf tilganginn !

Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 12:47

6 identicon

Ómar er náttúrulega bara að rembast við að sannfæra okkur hvað við ættum að vera þakklát fyrir veru í EB. Kissa á þeim tærnar fyrir að taka við okkur!

En það eru ótrúlegar tölur að sjá að við höfum meira ferskvatni en allir Bretar, enda ekki langt síðan þeir skömmtuðu vatn.

Kalli (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 13:14

7 identicon

Ómar. Hvað er málið með allar þessar hálfvitalegu óþarfar slettur hjá þér?

Ég er eiginlega orðlaus yfir þessari þörf að troða ensku orði inní allar setningar hjá þér. Þetta er ógeðslega ljótt að horfa uppá og mér finnst það draga niður efnið þitt.

Einar (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 15:58

8 Smámynd: Snorri Hansson

Ómar Bjarki þjáist af krónískum ESB rembing. Helstu einkenni þessa sjúkdóms er fyrirlitning á öllu því sem íslenskt er. Bata horfur engar.

Snorri Hansson, 8.5.2012 kl. 17:07

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

1. Eru eigi slettur. Er íslenska. Tungumál eru alltaf í þróun sem gefur að skilja og menn verða bara að öppdeita íslenskuna hjá sér.

2. þetta er alveg furðulegt hvað er lítið af vatni á íslandi í rauninni.

3. Tal um EU þessu viðvíkjandi er irrelevant.

4. Ísland er auðvitað ekkert ,,ríkast allra landa af ferskvatni". Bara bull.

5. Allt sem ,,kalli" segir hér í kommentum er rangt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.5.2012 kl. 17:10

10 identicon

Hvað með GRÆNLAND!  Þeir eru liklega ekki taldir með í þessum lista, þar er miklu meira vatn per haus en á Íslandi, mundi ég halda.

Kiddi Holm (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 17:34

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Uppá smáatriðin, þá er kannski 1/2 rétt hjá ,,kalla" England hafi álíka vatnsmagn og Ísland. það gæti verið sirka bát rétt. þó er ýmislegt sem gæti breitt slíkum samanburði.

Varðandi Grænland - að þá tekur maður auðvita strax eftir því að það er ekkert minnst á Grænland þarna. það að það sé vatn á Grænlandi = Danir eru ,,rikari af vatnsauðlindum" en ísland!

Hér er listi yfir lönd með endurnýjanlegum vatnsmagni. Ísland er í sirka 50.sæti.

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_total_renewable_water_resources

Sko, punkturinn er að þetta er ekki neitt neitt ef hafður er í huga mannfjöldi heimsins. Eða Evrópu ef menn eru uppteknir af samsæriskenningum.

það er algjörlega fráleitt að láta sér detta í hug að Ísland geti orðið ,,vatnsforðabúr" heims eða Evrópu ef því er að skipta. Algjörlega fráleitt. það á að hætta að halda svona firrum að innbyggjurum. þeir mega ekki við þvi. Nægar eru nú ranghugmyndirnar og þjóðrembingurinn.

En að sjálfsögðu er það rétt að hér er miklu meira en nóg af vatni fyrir 300.000 hræður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.5.2012 kl. 17:52

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já Ómar. Hér á landi er yfirdrifið nóg af óhreinsuðu vatni, miðað við fólksfjölda.

Það gleymdist kannski viljandi að taka með í heildar-dæmið um vatnsbirgðir, og hvað það kostar mikla orku að hreinsa vatn í heiminum. Það verður að taka heildar-reiknisdæmið um þetta vatnsdæmi, eins og allt annað.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.5.2012 kl. 18:14

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er reyndar rétt sko. þetta með hreint/óhreint. þa eru margar hliðar á þessu.

Ísland hefur stundum skorað lágt í vatnsgæðum á alþjóðlegum listum. þá hafa íslendingar orðið afskaplega móðgaðir. það er hinsvegar sér umræða og áhugaverð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.5.2012 kl. 18:26

14 identicon

Hvað áttu við með að allt sem ég hef sagt hér sé rangt?

Ísland hefur nærri 30 sinnum meiri ferskvatnsbirgðir en t.d Danmörk. Ekki per haus heldur í heild. Við höfum margfalt stærri birgðir en t.d. Sviss.

Ferskvatnsbirgðir landsins eru álíka og hjá Bretum, Frökkum, Ítölum eða Þjóðverjum. Allt þjóðir með yfir 50-60 milljónir íbúa.

Kalli (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 19:03

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er svona 1/2 rétt sirka bát.

Aðalatriðið er að Ísland er ekkert með sjittlód af vatni. það er þjóðrembingsbull.

það væri alveg eins hægt að segja: Spánn, UK, þýskaland og Frakkland eru ríkastar allra landa af ferskvatni.

Vatn á íslandi er algjört fúddnót í heildarsamhenginu.

Ef menn og konur vilja ekki viðurkenna þetta fakt - þá vilja þeir bara ekkert tala í raunveruleika en kjósa að vefja sig inni þjóðrembingsdellu og ranghugmyndir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.5.2012 kl. 19:30

16 identicon

Ómar þú virðist ekki skilja það að munurinn á vatninu í t.d. Bretlandi og hjá okkur er að Bretar nota næstum allt sitt í eigin neyslu (alveg eins og Ítalir, Frakkar og Þjóðverjar) meðan við höfum "sjittlód" af umframvatni, einmitt vegna fámennis íslendinga.

Fámenni okkar gerir okkur einmitt svo mikilvæg(eftirsóknarverð) vegna þess að allar auðlindir okkar (fiskur, vatn, orka, landsvæði, landhelgi) eru langt umfram eigin þarfir.

Kalli (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 20:02

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er auðvitað enginn ,,munur" á vatninu hérna og í UK. Nákvæmlega sama dæmið.

Niðurstaðan er sem sagt sú að Spánn, UK, þýskaland og Frakkland eru ríkastar allra landa af ferskvatni og umframvatnsmagn hérna er eitthvað pínötts í heildarsamhenginu. Algjört pínötts.

Og hugsanega gætu þjóðrembingsbullukollar torgað þessu umframmagni á einu þjóðrembingskvöldi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.5.2012 kl. 20:34

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. og ég er ekki að sjá hvenig fiskveiðimál, orka og so videre geti verið relevant varðandi umræðu um vatnsmagn á Íslandi.

það að þjóðrembingar vilji gefa einhverjum klíkubræðrum fiskinn hérna og gefa orkuna til alþjóðlegra auðhringa er önnur umræða.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.5.2012 kl. 20:37

19 identicon

Alltaf jafn hressandi að lesa Ómar Bjarka. Hann nær skemmtilegum tóni þegar hann talar yfir hausamótunum á innbyggjurum. Þar sem þjóðremba og ranghugmyndir um eigið ágæti ríða ekki við einteyming.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 21:07

20 identicon

Vonandi sér Ómar ekki um matarkaup í hópferðum, það er það eina sem ég get sagt:

"En ein flatkaka og mjólkurglas nægði mér þegar ég fór hérna um einn síðast. Ég skil ekki afhverju það þarf að kaupa eitthvað meira þótt þið séuð 20 núna?"

Kalli (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 21:20

21 identicon

Það skiptir engu máli hvort hér sé "shitlód" af vatni eða ekki vegna þess að lega landsins hefur ekkert breyst. Vatnsskortur er nefnilega "logistiks" vandamál frekar en nokkuð annað.

Fyrir Evrópu er miklu ódýrara að kaupa vatnið frá löndum sem eru nær þeim og eiga nóg af því, t.d. Noregi, Finnlandi, Rússlandi osfrv. heldur en  að ferja það með skipum frá Íslandi á tímum þegar olían er sífellt að verða dýrari.

Það væri jafnvel ódýrara að tryggja einfaldlega orku til að vinna vatn úr söltum sjó en að ferja sama magn frá Íslandi.

Að evrópusambandið hafi sérstakan áhuga á Íslandi vegna vatns eða annarra auðlinda er bara rökvilla sem andstæðingar evrópuaðildar tafsa á í trausti þess að enginn sjá í gegnum bullið. Hinar meintu auðlindir eru nefnilega bara "pínöts" í hinu stóra samhengi....

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 09:14

22 identicon

Veit nú ekki hvert þú ert að fara þarna Magnús.

Noregur og Rússland eru ekkert í EB, fyrir utan að vatnslindir Rússa er langt frá Evrópu. EB landið Finnland hefur síðan mun minni vatnsbirgðir en Ísland.

Að vinna vatn úr sjó gera síðan þjóðir einungis í neyð enda kostir það mikla orku.

Varðandi vatnsútflutning þá er aðalmálið það að vatn er mest notað í iðnaðarframleiðslu, ekki drykkju. Hvaða land hefur mest vatn til iðnaðarframleiðslu og hreina umframorku? Bingó.

Kalli (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband