7.5.2012 | 14:21
Merk tímamót.
þau tíðindi gerðust í síðustu viku að Forseti Lýðveldisins ræddi Stjórnarskrána við einhvern Baldur. þessu hefur verið haldið leyndu í nokkra daga þar til Mbl.is. skúbbar nefndum merku tíðindum. Ljóst er að allur heimurinn mun nú hlusta og eru þetta ótvíraæð skilaboð til vondra útlendinga.
Ólafur Ragnar og Baldur ræddu stjórnarskrána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þess má til gamans geta að þetta er nú reyndar ekki einhver Baldur heldur Baldur Ágústsson fyrrum forsetaframbjóðandi:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2004/05/11/baldur_agustsson_tilkynnir_frambod_til_forseta_isla/
Hildur Sif (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 16:07
Só, Hildur Sif? Þú kannt líka að skúbba sé ég.
Katrín (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 17:39
Ég er greinilega ekki nógu vel að mér, en hvað þýðir "skúbba" ?
Hildur Sif (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 18:32
Þú finnur þetta í enskri orðabók sem "(to) scoop". Kannski er íslenska afbrigðið orðið til undir dönskum áhrifum, hver veit. En að skúbba er draumur allra fréttamanna, þ.e. að koma fyrst(ur) með fáheyrð tíðindi.
Sæmundur G. Halldórsson , 7.5.2012 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.