6.5.2012 | 19:19
7 flokkar ná manni á þing.
ND Nýtt Lýðræði með 20% - 109 menn
Bandalag rótæka vinstri: 16% - 50 menn.
Pasok jafnaðarmenn: 14% - 42 menn.
Sjálfstæðir Grikkir: 10% - 32 menn.
Kommúnistaflokkurinn: 9% - 26 menn.
Nasistaflokkurinn: 7% - 22 menn.
Vinstri Demókratar: 6% - 19 menn.
þetta er ágiskun sem byggð var á útgöngukönnun. þarna geta verið þó nokkuð mikil skekkjumörk og prósentur og mannafjöldi fljótur að hreifast til þegar farið er að telja verulega uppúr kjörkössunum.
það sem vekur strax athygli er að Bandalag róttæka vinstris er um jafnstórt og Jafnaðarmenn og að Nasistaflokkur fær menn á þing. Ennfremur vekur athygli ef Sjálfstæðir Grikkir fá 10% en það er mestanpart klofningur útúr Nýju Lýðræði eftir að þingmaður þar var rekinn úr flokknum.
Nýtt lýðræði og Jafnaðarmenn gætu haldið naumum meirihluta samkvæmt þessu.
Fylgi stóru flokkanna hrynur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.