28.4.2012 | 09:21
Rústalagning á makrílnum gengur vel.
Rífandi gangur hjá LÍÚ-lendingum. Allt í ruglinu sem vonlegt er á þeim bænum.
þeir sleppa þó að nefna þarna í rústalagningaskýrslunni að búið er að taka makrílinn af þar til gerðum gæðalista eða vottunarlista vegna háttsemi LÍÚ-lendinga. Makríllinn er núna í flokki sem stofn sem verið er að rústaleggja.
það hefur aldrei þótt gott í markaðsstarfi að vera að selja fisk sem verið er að rústaleggja. Aldrei nokkurntíman.
Ennfremur vekur athygli í skýrslunni að Norðmenn eru að fá miklu mun meira fyrir sinn makríl. Miklu mun meira. það er bara Nígería þar sem LÍÚ tekst að selja hærra en Norðmenn. Senniega ekki tilviljun.
Varkárni gætir um makrílverð í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Makrílstofninn sem synti inn í íslensku lögsöguna 2011 var talinn 1100 þúsund tonn ( sem er mjög varlega áætluð tala) . Hann þyngist um 65% meðann hann er í lögsögunni, það voru veidd 150 þúsund tonn og því hafa synt um 1500þúsund tonn til baka út úr lögsögunni. Það er því langur vegur frá því að Íslendingar séu að ganga nærri stofninum. Ef þú kynntir þér Þær staðreyndir sem fyrir liggja en ætir ekki upp eftir áróðurmaskínu Norðmanna og EB án þess að hugsa, myndi kanski renna upp fyrir þér ljós að við mættum veiða mikið meira af makríl en við gerum, stofninum að skaðlausu.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 28.4.2012 kl. 11:21
þetta eru fáránlegar reikningskúnstir og ber að passa uppá að svona bull fréttist ekki erlendis. Nóg er nú samt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.4.2012 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.