27.4.2012 | 10:33
Geta íslendingar samið við önnur ríki?
það hefur verið áberandi síðustu ár að innbyggjarar hérna eins og vilji ekki semja við erlend ríki og leysa mál að hætti siðmenntaðra lýðræðisþjóða. þetta er soldið áberandi.
það er svona sú stemming hjá innbyggjurum að útlendingar séu afar vondir og alltaf einhvernveginn í stríði við frábæru íslendingana etc. þetta kallast á tæknimáli öfgaþjóðrembingur.
Í framhaldi af því að þeir eins og vita ekki í hverju samningaviðræður felast, þá er jafnframt athyglisvert að þeir telja að útlendingar eigi einhvernveginn að redda málum með töfratrikki - og þá afþvíbara. Td. á Kanada, af öllum ríkjum, að láta frábæra innbyggjara fá fullt af Kanadadollurum. Engin frambærileg rök eru færð fram afhverju Kanada ætti að gera þetta. þar á undan var það Noregur. Allt eftir þessu.
það er eins og öll samskipti útávið séu einhvernveginn á þessum nótum. Annaðhvort eru útlendingar vondir en í hinu orðinu eru alóraunhæfar furðuhugmyndir um það sem útlendingar eiga að gera fyrir frábæru innbyggjarana hérna.
Eg er farinn að hallast að því að Ísland geti ekki samið á siðmentaðan hátt við önnur ríki.
það ber að hafa í huga söguna. Allan lýðveldistímann þá var Ísland í raun leppríki Bandaríkjanna. BNA ráðamenn sáu um öll megin utanríkismál Íslands. Innbyggjarar föttuðu það ekki hérna uppí fásinninu og hafa ekki enn fattað.
Fyrstu áþreyfanlegu merkin um getuleysi Íslands í samningum var þegar BNA menn fengu nóg af fíflagangi þeirra sjalla og öfgaþjóðrembinga og sögðu gúdd bæ. þá gátu ísl. stjornvöld ekki samið um brottförina eins og æskilegt hefði verið. Nei nei. það var bara gúdd bæ einn daginn og allir komu af fjöllum.
það er eins og stjórnvöld hafi lesið kolvitlaust í stöðuna eða verið ófær um alvöru samskipti.
það er eftirtektarvert að eftir kveðju BNA - þá fór allt í rugl er varðar samskipti Íslands við önnur ríki. það er afar athyglisvert.
Ef Ísland tekur sig ekki á þessu viðvíkjandi, þá gæti það skeð að Ísland sem ríki legðist barasta af á næstu áratugum.
Athugasemdir
Mikið til í þessu, því miður. Lesum bara skýringar forsetans á ágæti útrásarvíkinganna. Eiginlega óskiljanlegt að fullorðinn maður skuli geta flutt svona rugl.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.4.2012 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.