Réttarnefnd gerir athugasemdir við seinni geðmatsskýrslu

um ástand B.
http://nrk.no/227/dag-for-dag/ber-om-tilleggserklaering-1.8094862
það var gert opinbert í dag að sérstök nefnd sérfræðinga gerir athugasemdir við skýrslu er mat B. sakhæfann. Nefndin vill að lögð sé fram viðbótarskýrsla þar sem niðurstöðurnar um sakhæfi séu undirbyggðar betur eða komið með svör við nokkrum athugasemdum og spurningum er nefndin veltir upp.

Fyrri geðmatsskýrsla sem mat B. ósakhæfan fór án athugasemda gegnum nefndina.

Nú velta fjölmiðlar í Noregi því fyrir sér hvað þetta þýði og eru menn ekki sammála um það. Sumir vilja meina að ekki beri að ráða of mikið í þetta og benda á að ekki sé óþekkt að yfirnefnd fari fram á viðbótarupplýsingar. Aðrir vilja meina að athugasemdirnar séu þess eðlis að það hljóti að styrkja fyrri geðmatsskýrsluna verulega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband