15.4.2012 | 15:06
Sjallar 2008.
,,Ég held að það sé afskaplega mikil einföldun á þessu máli öllu saman að telja í raun og veru að það hafi verið valkostur fyrir íslensk stjórnvöld að standa stíf á lögfræðilegri túlkun og halda henni til streitu, jafnvel fyrir dómstólum, hvort sem það væri á alþjóðlegum vettvangi eða hér heima fyrir íslenskum dómstólum. Ef menn ætla að fara að taka þann slag verða menn líka að vera tilbúnir til að tapa því máli ef á það mundi reyna. Þeir sem tala fyrir því að þá leið hefði átt að velja eru auðvitað tilbúnir til að gera það eftir á vegna þess að þeir geta gefið sér það í umræðunni að við hefðum sigrað þá lagaþrætu. Það er fínt að gera það í dag vegna þess að það liggur fyrir að sú leið verður ekki farin, en eru þeir hinir sömu þá tilbúnir til að fallast á að við mundum taka herkostnaðinn af þeirri ákvörðun ef niðurstaðan yrði okkur í óhag? Það er alveg ljóst að sú leið sem valin var og sá farvegur sem málið er í núna mun alveg örugglega skila okkur hagstæðari niðurstöðu en við hefðum fengið með því að láta reyna á rétt okkar og ef við hefðum síðan mögulega tapað þeirri þrætu fyrir dómstólum. Það er alveg öruggt." (Sjallar á háttvirtu Alþingi 136. löggjafarþing â 38. fundur, 28. nóv. 2008."
Brussel-viðmið óskamál Samfylkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hræsnin hefur kollriðið allri pólitískri umræðu á Íslandi árum saman.
*
Þessi fyrrum ráðherra getur ekki fríað flokk sinn alla ábyrgð á þessu máli með Samfylkingunni.
*
Stjórnmálamenn taka breytilega afstöðu til mála allt eftir hvað þeir halda að henti vinsældum þeirra hverju sinni. Núverandi forseti er þar ekki undanþegin því hann gerir það sama hverju sinni.
*
Það er ekki undarlegt þótt kjósendur eigi í erfiðleikum með að treysta stjórnmála mönnum
*
Vert er að minnast á „Brussel viðmiðin“.
*
En Forsætisráðuneytið sendi frá sér tilynningu 16.11.2008 um Brusselviðimiðin. Þetta er í raun 1. samningurinn sem íslendingar gerðu vegna Icesave maálanna. Samningurinn var gerður á ábyrgð Geirs Haarde og Ingibjargar Sóleyjar, samningaviðræður voru undir stjórn Baldurs Guðlaugssonar ráðuneytisstjóra. Þar segir m.a. Guðni Ágústsson var ótrúlega fljótur að samþykkja þennan samning.
,,Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Viðræður Íslands við nokkur Evrópusambandsríki, sem komust á fyrir tilstilli Frakklands sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, leiddu til samkomulags um viðmið sem lögð verða til grundvallar frekari samningaviðræðum.
Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna. Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag.
Aðilar eru ásáttir um að hraða fjárhagslegri aðstoð við Ísland, þar með talið samþykkt lánafyrirgreiðslu sem beðið hefur samþykktar stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) undanfarnar vikur. Erindi Íslands hjá IMF verður tekið til afgreiðslu hjá sjóðnum miðvikudaginn 19. nóvember”.Undanfarin ár hafa sjálfstæðismenn kosið að gleyma þessum samningi".
Vert er að benda á Brusselviðmiðin og einnig á ræðu Bjarna Benediktssonar formanns utanríkisnefndar á Alþingi 28. nóvember 2008. Þessi ræða fylgir hér með í tali og í mynd. En þar mælir Bjarni með því að Alþingi samþykki þær leiðir sem ríkisstjórn Geir Haarde vildi fara og fór.
http—www.youtube.com-watch-v=V1VI8W7_iE0
Það er ástæða til að viðurkenna að samningastaða Íslands var erfið í fyrstu og flestir ráðamenn í Evrópu höfðu fulla ástæðu til að vantreysta ríkisstjórn Geirs Haarde sem ekki virtist heiðarleg í samskiptum sínum við fjölmörg Evrópulönd og Bandaríkin.
Samningurinn sýndi einnig að Íslenskir stjórnmálamenn þess tíma viðurkenndu ábyrgð Íslands vegna Icesave málsins og óskuðu eftir ríkari aðkomu ESB að málinu. Sérstaklega þingmenn Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Framsóknarflokks.
Það er mjög eftirtektarvert að nú hafa tveir þessarra flokka snúið við blaðinu í afstöðu til ESB og forsetinn hefur einnig nýtt sér óánægju sem þessi stjórnar-andstöðuflokkar hafa byggt upp.
En síðan hafa verið gerðir þrír samningar sem allir voru betri en þessi fyrsti samningur og sá síðasti var býsna hagstæður. En forseti vor beytti sér samþykkt hans og hafði miklu meira fylgi en hann gerði sér grein fyrir fyrirfram.
Samningnum var hafnað og líklega til mikils skaða fyrir þjóðina. Nú stendur málið í málaferlum og engin leið er til þess að vita hvernig það fer.
Það er ekki ólíklegt eftir að íslensk stjórnvöld höfðu samþykkt ,,Brussel viðmiðin” og þann samning sem honum fylgja muni verða vísað til þeirra því það var fullgildur samningur til viðbótar við regluverk EES.
Kristbjörn Árnason, 15.4.2012 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.