þjóðrembingar vilja eiturefni í matvæli.

,,Enn er óljóst hvernig Matís mun fjármagna auknar mælingar á eiturefnum í matvælum hér á landi. Sótt verður um að Ísland fái áfram undanþágu frá því að mæla öll þau efni sem kveðið er á um í evrópskum reglum.
...
Matís sótti í fyrra um svokallaðan IPA-styrk til Evrópusambandsins, upp á 300 milljónir, til að kaupa tæki og þjálfa starfsfólk svo uppfylla mætti kröfurnar. Í haust ákvað stjórn Matís að falla frá umsókninni um styrkinn."
http://www.ruv.is/frett/matis-leitar-fjarmognunarleida

þarf varla að rifja upp að öfgaþjóðrembingsbullukollar komu í veg fyrir að hægt væri að rannsaka matvæli íþessu skyni. þarf án efa eigi það upp að rifja.

Talandi um fábjánaþjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Það er eitthvað óeðlilegt við að þiggja styrk frá kúgara sínum.

Það fær mig alla vega til að spyrja gagnrýninna spurninga, hvernig neytendaverndin í Hollandi brást almenningi þar í landi vegna Icesave, og hvers vegna gæðavottun ESB á Frönskum brjóstapúðum var jafn gagnslaus (og þar með villandi og hættuleg) og komið hefur nú í ljós. Ótraust og falskt eftirlit er verra en ekkert eftirlit, því þá telur fólk að það þurfi ekki að efast um gæðin, og er þess vegna ekki á varðbergi. Í skjóli slíks falsks öryggis er hægt að blekkja og svindla meir, en ef ekki er slíkt ótraust eftirlit.

Traustasta eftirlitið er fólgið í því, að almenningur í öllum störfum taki ábyrgð á verkum sínum og orðum, og segi frá öllu misjöfnu sem hann verður vitni að.

Ég er líklega einn af þessum svokölluðu þjóðrembingum í þínum augum, því ég treysti ekki ESB. En ég held ég geti talist með kröfuhörðustu einstaklingum um heiðarlegt og traust eftirlit fyrir neytendur. Skoðanir mínar hafa ekkert með þjóðrembing að gera, enda þætti mér ekkert að því að ganga í bandalag með norðurlöndum og Kanada. Það er réttlæti og lýðræði sem skiptir öllu máli, en ekki einhver einstrengisleg og óraunhæf sjálfstæðisímynd þjóða.

Ég vil bara vera í bandalagi með þjóðum sem mögulegt er að treysta, en ekki henda mér í hvaða fjarlæga, óraunhæfa, og kröfuharða ó-regluverka-samband sem er.

Eins og regluverk EES og ESB í raun virkar, þá er það bandalag ekki það sama í fallegum glasmynda-setningum á blaði, og það er svo í raun. Ég treysti ekki þeim sem bregðast þegar á reynir.

Vandfundinn er vinur í raun.

EES-ESB er ekki vinur nokkurrar þjóðar í raun, og finn ég til með almenningi í þeim löndum sem blekkt hafa verið í þetta ESB-samband ó-reglu og spillingar.

Þú mátt auðvitað telja mig með þjóðrembingum vegna viðhorfsins sem ég hef til EES og ESB, og það er svo spurning hvort þú sért alveg sanngjarn við mig ef þú gerir það.

Hugsaðu málið, og segðu mér svo hver ég er. Ég skal auðmjúk biðjast afsökunar, ef ég hef verið ósanngjörn og ómálefnanleg í mínum skoðunum og útskýringum. Ég er eins og flest annað fólk, að ég læri mest á réttlátri gagnrýni annarra. Vinur er sá er til vamms segir. Sem betur fer er enginn fullkominn, og á ekki að vera það.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.4.2012 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband