12.4.2012 | 15:52
Sálfræðiskýrslur um B.
eru sammála um að viðfangsefnið hafi ákv. geðræna röskun. Munurinn er að í fyrri skýrslunni meta þeir það svo að viðfangsefnið hafi ofsóknaræði og ofskynjanir/ranghugmyndir á háu stigi sem hægt sé að meðhöndla með lyfjagjöf.
Í seinni skýrslunni er hann metinn hafa röskun sem þýðir, í mjög stuttu máli, að hann sé óvanalega upptekinn af eigin egói og haldinn félagsröskun eða einkennilegu viðhorfi gagnvart öðrum sem er nánast siðblinda. Munurinn er aðallega að það seinna er ekki hægt að mehöndla eða lækna með lyfjum.
þetta er ákveðinn grundvallarmunur og verður augljóslega til mkillar umræðu í Noregi um langa framtíð. (Og víðar því þetta er áhugavert fyrir sál/geðfræðinga)
Í fyrri skýrslunni segir ma.:
,,Observanden scoret inkluderende pa spørsmål om grandiose vrangforestillinger. Han mener han har makt til å avgjøre hvem som skal leve og dø i Norge, at han kan bli innsatt som ny regent, og at hans organisasjon Knights Templar vil overta makten i Europa."
Eða að B. vilji meina að það sé í raun stríð í gangi og hann sjálfur sé í stórlegri lífshættu. Hann sé hluti af samtökum sem berjist fyrir ,,hinu góða" gegn illum öflum o.s.frv. Eins og kemur þarna fram, þá segja þeir að hann hverfi aftur og aftur að þessu meginatriði í samtölunum og hann og samtök hans muni taka við sem nyjir stjórnendur í Evrópu.
þetta leggja fyrri geðfræðingarnir út sem ranghugmyndir og ofskynjanir á háu stigi. það undirbyggja þeir með samtölunum sem þeir áttu við B. auk þess sem vísað er í hegðan, háttalag eða lifnaðarhætti B. frá 2006. þeim tekst ekki að sýna fram á að B. heyri raddir en þeim virðist gruna að svo sé.
Hinvegar gerist það eftir opinberun fyrri skýrslu, að B. hafnar því algjörlega að samtölin hafi verið með þeim hætti er lýst er í skýrslu. þarna virðast hafa verið gerð grunnmistök að taka ekki upp samtölin.
Um þetta er deilt núna í Noregi. Sumir fræðingar hafa komið fram og bent á að vel geti verið að B. hafi falið einkennin fyrir seinni skýrsluhöfundum. það sé ekki óþekkt. B. hafði aðgang að fyrri skýrslunni og sumir fræðingar vilja meina að ekki se óþekkt að einstaklingar með ofsóknakennd og ranghugmyndir á háu stigi séu samt sem áður færir um að fela einkennin. þ.e. þeir átti sig á hvað þykir einkennilegt útávið og haga sér í samræmi við það. Og vitað er a mikið atriði er hjá B. að vera ekki metinn geðveikur. Einnig benda aðrir á að mikil pressa hafi komið frá fjölmiðlum um að B. yrði metinn sakhæfur. Enn aðrir benda á að þetta sé álitshnekkir fyrir geðfræðinga og geðmöt í sakamálum.
Á að senda út framburð Breiviks? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.