79 af stöðinni. Endalok þjóðar. Nýtt upphaf.

Myndin 79 af stöðinni var sýnd í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Forn mynd byggð á samnefndri bók Indriða G. Eg skal ekkert segja um hvað bókin er en myndin er listrænn skets um endalok þjóðarinnar sem slíkrar. Eða, altso, það er það sem boðskapurinn snýst um.

Aðalpunktar eru dularfull kona, karl og amerískur hermaður. Konan er augljóslega Fjallkonan. Tákn Íslands. Eða innsta eðli og rót hins íslenska stofns. Hið andlega í Íslandi. Grunnurinn etc.

Karlinn er tákn dæmigerðs innbyggjara. Getinn af hinu forna heiðarlega samfélagi ofan úr afdölum og reynir að fóta sig á mölinni.

Nú nú. Konan, Fjallkonan eða Ísland hefur látið fallerast og selur sig ameríkönum. Að sjálfsöðu verður hún hálfrugluð af því enda beisiklí svik við sjálfan sig. Hið andlega og genatískt fullkomna Ísland.

þá takast kynni með konunni og hinum dæmigerða innbyggjara ofanúr afdölum. Til að undirstrika firringuna er tekið fram að eiginmaður hennar sé á geðveikrahæli í Danmörku.

Eigi þarf að orðlengja það að þetta samband, falleraðrar Fjallkonu og dæmigerðs innbyggjara endar með ósköpum sem vonlegt var.

Dæmigerði innbyggjarinn lendir í því að uppgvöta eðli máls er hann fer að selja ameríska dátanum fyrsta flokks sprútt. En þá er ameríkaninn einmitt heima hjá Fjallkonunni.

þá reynir hinn dæmigerði innbyggjari að komast aftur ,,heim". En ,,heima" er augljóslega tákn fyrir forna eðlilega Ísland uppí afdölum. Að sjálfsögðu er það vonlaust verk og hlýtur að enda vofveiflega.

Gamall vesfirðingur, geigur var svip hans í, sér fyrir afleiðingarnar og bíður innbyggjar næturgistungu - án árangurs.

,,Heimförin" endar með svefni og dauða. Endalok gamla Íslands. Rof.

Við tekur auðvitað eitthvað nýtt.  Fjallkonan hallar sér upp að vini innbyggjarans.

Nýja Ísland rís með falleraðri Fjallkonu og innbyggjar sætta sig við það.

Hið gamla er horfið að eilífu.  Hið nýja opnar óræðann faðm sinn.

Í gegnum myndinna er bakgrunnur tregaþung og jafnvel harmræn tónlist.

Skemtilega léttsýrð mynd.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nái öll lýgin fram að ganga þannig að innlimun Íslands í ESB verði að veruleika þá rætast þessi orð þín: ;a nation no more fyrir íslensku þjóðina .

Hvað veldur því að að þið, sem kallið ykkur ESB sinna, eru tilbúin til að fremja landráð til að ná markmiðinu?

Geir (IP-tala skráð) 7.4.2012 kl. 01:09

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Haa?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.4.2012 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband