26.3.2012 | 22:33
það þorir enginn að fara gegn LÍÚ
í þessu máli. Vegna þjóðrembingsfaktorsins sem er alveg yfirgengilegur.
það er ekki hægt að benda alltaf á að erlendur gjadeyrir komi í vasann þegar um er að ræða svo freklega ógnun við sameiginlegan fiskistofn fjölda landa. Að það komi erlendur gjaldeyrir - þá sé bara allt í lagi að hrifsa til sín 1/4 makrílkvótans! Er ekki boðlegt og sorglegt að VG sem umhverfisflokkur skuli ekki reyna að stoppa LÍÚ af í þessu.
það er ennfremur rangt hjá SJS að aðfinnslur íra, nojara og skota séu aðeins til heimabrúks. þetta er allt á Evrópuleveli enda vinna þess lönd saman og engar deilur eru á milli EU og Nojara varðandi makrílinn.
Evrópulönd hafa byggt upp þennan stofn á löngum tíma með skynsamlegri og hóflegri nýtingu og að sjálfsögðu er það litið alvarlegum augum að engin stjórn sé á framferði LÍÚ. Írar eru td. aðeins með um 70.000 tonna kvóta. Og eiga þeir bara að þegja þegar LÍÚ hrifsar til sín 150.000?
Hitt er annað og rétt, að erfitt er að taka á þessu framferði LÍÚ. það er erfitt og ekkert gott við að eiga þegar ríki eða hagsmunaöfl innan þess sína af sér svo óábyrga og óheiðarlega framkomu.
Hinsvegar hafa írar og skotar og fleiri verið að þrýsta á um að koma fram aðgerðum með implementeringu á reglugerð sem augljóslega er hönnuð til að taka á framferði eins og LÍÚ viðhefur. þær aðgerðir munu þó alltaf taka tíma ef þær fást í gegn og munu sennilega aldrei koma fram fyrr en á næsta ári. Sennilega. Reglugerðin er byggð á grunni sáttmála sameinuðu þjóðanna og WTO.
þá heyrir maður sagt á íslandi: Ja, það eru engin lög sem taka á svona framferði o.s.frv. Í því samhengi ber að nefna að þegar íslendingar sumir fara að tala um alþjóðalög - þá er réttast að halda sér fast! Eg er nefnilega ekkert viss um að ekki sé hægt að taka á þessu með sáttmála SÞ og WTO sem grunn. það virðast sumir telja í Evrópu að það sé hægt. Sést ma. á reglugerðinni sem td. írar og skotar vilja koma sem fyrst í gegn og sjá má hér:
,,Proposal for a Regulation of the European Parliament and of the Council on certain measures in relation to countries allowing non-sustainable fishing for the purpose of the conservation of fish stocks"
http://register.consilium.europa.eu/pdf/en/11/st18/st18545.en11.pdf
Hinsvegar er jafnframt ljóst að ef þetta heldur svona áfram - stjórnlausar veiðar af hálfu LÍÚ, nú, þá leysist þetta mál af sjálfu sér. Stofninum verður útrýmt. Skotar hafa bent á að þetta sé ekkert í fyrsta skipti sem Ísland leikur þennan leik. Skemst er að minnast kolmunnanns sem LÍÚ rústaði á undraskömmum tíma. Eftir situr skammtímagróði fyrir LÍÚ - og langtíma skaði og tap fyrir land og lýð.
Hagsmunir Íslands ekki seldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Æ æ er þetta sárt verð ég bara að spyrja þig...
Ertu að segja mér að það sé okkur Íslendingum að kenna að makríllinn sé komin inn fyrir okkar lögsögu...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.3.2012 kl. 22:51
Nei. Eigi er það okkur að kenna.
það sem er okkur að kenna er, að taka ekki á framferði LÍÚ varðandi ofveiði á makrílstofninum.
Farið yfir þetta í pistlinum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.3.2012 kl. 22:54
Sæll
bara svona þér til fróðleiks að þá var það Jón Bjarnason sem jók makrílkvóta íslendinga í fyrra, það hafði ekkert með LÍÚ að gera.
bhh
Birkir (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 23:02
Svo vill ég benda þér á það að frændur okkar Færeyingar, tóku sér jafn stórann kvóta og Íslendingar, kannski kom LÍÚ þar líka við sögu?
bhh
Birkir (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 23:04
Jón Bjarna er nú bara = LÍÚ svo það var eigi von á öðru úr þeim ranni.
LÍÚ setti sér sjálft kvóta í upphafi með að djöflast svoleiði á miðunum hérna í heilt sumar. 2008 eða 09, að mig minnir. Síðan í framhaldi var því bara fylgt mestanpart.
Færeyjar eru í dáldið annari stöðu en LÍÚ. Vegna þess einfaldlega að þeir hafa hefð í kvóta og hafa áður samið þar um eða í gegnum dani í mörg ár. Höfðu um 5% kvótans, að mig minnir. þetta er allt önnur staða en Ísland er í sem hafði enga hefð og engan kvóta í raun. Nema eitthvað smotterí sem meðafla.
þó Færeyigar hafi farið útí þetta - þá gætu þeir hugsanlega breytt skyndilega um stefnu gegn því að fá örlítið meira í sinn hlut. það hefur stundum komið frm hjá færeyingum að eim finnast kröfur LÍÚ óheyrilegar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.3.2012 kl. 23:30
Ps. það eru hinsvegar nanast engar líkur til að LÍÚ breiti sjálfviljugt um stefnu. þeir munu veiða og veiða þar til búið er að stórskaða stofninn. það væri þá ekki í fyrsta skipti sem þeir gera það.
Málið er að Evrópa hefur verið allt of linnt varðandi framferði LÍÚ í gegnum árin. Krafa LÍÚ er ma. að komast í lögsögu Evrópuríkja. þ.e. fá kvóta - og aðgöngu að öðrum lögsögum.
Evrópuríki eiga ekki að hlusta á þetta. Og taka barasta hart á LÍÚ. það er það eina sem þeir skilja. Hnefinn í borðið. þá skilja þeir kannski. Menn sjá nú framferði LÍÚ hérna gagnvart þjóðinni. þeir vilja allt fyrir ekkert! Yfirgengileg frekjusamtök.
það sem LÍÚ er að gera. í nafni Íslands, er í raun kúgun. þ.e. ef við fáum ekki svo og svo mikinn kvota - þá útrýmum við stofninum! Er ekkert boðlegt í alþjóðasamskiftum. Furðulegt að allir landsmenn eins og skilji það alls ekki. þetta framferði þykir hvergi flott eða fínt. þetta stórskaðar landið og þjóðina til lengri tíma litið.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.3.2012 kl. 23:40
Það er bara þannig að líu setti ekki kvóta á makríl, menn byrjuðu að fá makríl hér við land svona í kringum 2005, þó ekki í miklu magni, upp frá því jókst makrílganga hér við land með hækkandi hitastigi, makríll og síld ganga mikið saman og því fór hann að veiðast. Talið er að um 1 miljón tonna af makríl gangi í landhelgina og fiti sig um 30%, sem þýðir um 300 þúsund tonn, það þarf ca 3 miljónir af biomassa til að búa til þessi 300 þús tonn og þetta eru það sem stjórnvöld eru að horfa í.
Við getum svo líka tekið dæmi um úthafskarfann, kvótalítil ESB skip koma hér á vorinn og eru allt sumarið, ekkert er vigtað upp úr þeim skipum, Rússar neita að taka þátt í niðurskuðinum, þeir einu sem fara eftir ráðgjöf eru Íslendingar.
Kolmunnana kláruðu ekki íslendingar, þó svo að þeir hafi átt sinn part af því, en það er bara svo að burðargeta hafsins er takmörkuð, kolmunnastofninn var stór, en undanfarin ár hafa síldar og makrílstofnar stækkað í Atlandshafi og er það væntanlega á kostnað kolmunnastofnsins.
bhh
Birkir (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 23:49
þurfum ekkert að ræða þetta neitt sérstaklega. LÍÚ setti sér sjálft kvóta 2008 þegar það djöflaðist allt sumarið herna og veiddi, að eigin sögn, 112.353 tonn. þetta gerðu þeir barasta stjórnlaust. Anarkí.
Síðan hefur kvótasetning bara farið að mestu með hliðsjón af þessu. því þar til gerð alþjóðasamtök töldu 2010 eða svo að stofninn væri ákveðið stærri etc. - þar með hækkaði LÍÚ bara hjá sér í samræmi við það!
þetta er náttúrulega svo barabarískt að mikil fádæmi eru.
Sko, það er enginn að tala um að LÍÚ megi ekki veiða makríl. það er MAGNIÐ sem verið er að finna að. Sem vonlegt er.
það að fara að reikna út eins og sumir eru að gera varðandi fitu og eitthvað er bara kjánalegt með afbrigðum og slíkir reiknigar gætu komið í hausinn á mönnum hvar og hvenær sem er. Norðmenn kunna td. líka að reikna. þeir hafa reiknað út að samkv. þessu væri sanngjarnt að LÍú fengi um 5% heildarkvótans.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.3.2012 kl. 00:05
Ps. varðandi kolmunnann - þá var þetta einmitt svona hjá þeim eins og LÍú fer með makrílinn. Nákvæmlega eins. Landið var bara einangraðara þá og það var ekkert mikill fréttaflutningur af þessu. Kolmunninn fór að ganga hérna inn tímabundið - LÍú veiddi og veiddi með stórvirkum tækjum. Vildi ekki semja um hóflegt magn = Rústuðu stofninum! þetta er alþekkt erlendis og skotar nefna þetta td. sérstaklega. Sem vonlegt er.
,,birkir" minn, þú þarft ekkert að segja mér neitt um þetta. Eg veit þetta allt enda hef ég kynnt mér það sérstaklega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.3.2012 kl. 00:10
Og ps.ps. þetta sem þú segir um karfa og rússa eða EU er bull. Samt dæmigert fyrir heimsku innbyggjara eða líú penna.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.3.2012 kl. 00:14
Af hverju þurfum við að biðja um eitthvað leyfi til að veiða fisk í okkar lögsögu"fisk" þetta er ránfiskur sem étur allt sem tönnfest er á.Við eigum að veiða eins mikið af þessum makríl og mögulegt er.Það sem lönd innan evrópusambandsins taka ákvörðun um er þeirra mál ekki okkar en það er alveg augljóst að SJS og Jóhanna þora gegn LÍÚ og vinna gegn hagsmunum þjóðarinnar til þess eins að þurfa ekki að fara gegn ESB þau þora því ekki. Nýjasta frumvarpið er galið,það hafa sprottið upp mun betri tillögur frá hagsmunaaðilum og fleirum en sem og oft áður þá vita SJS og Jóhanna S alltaf mun betur en allir aðrir.
Stefán Óli Sæbjörnsson, 27.3.2012 kl. 01:58
Ómar
Ég þekki þetta vel með úthafskarfann, enda búinn að starfa við þetta lengi og það getur vel verið að í þínum augum sé ég leigupenni LÍÚ, en það er aðli rökþrota manna eins og þú ert, að upphrópa menn sem leigupenna, ef að sagt er eitthvað annað en þið SF menn viljið. Gott og vel, útskýrðu þetta þá fyrir mér hvernig þetta er með úthafskarfann. bara svona til að létta þér þá vinnu, þá er þetta svona.
Íslensk skip framleiða karfa í 21 kg pkkningar og er hann hausaður, það er 59% nýting, sem er sameiginleg fyrir öll lönd, raunnýting er um 53%, (Spánnverjar og Portugalir notuðu 65 til 70%). Vanalega er kvótavigtin (söluvigt + yfirvigt) 21,8 kg og deilt með0,59, taldir eru kassarnir upp ú hverju skipi og marfaldað með 21,8/0,59
Rússar neituðu að taka þátt í niðurskurði á úthafskarfa í fyrra og líka árið þar áður og hafa gefið út yfirlýsingu að þeir geri það líka á þessari vertíð
EU gefur út kvóta fá þeir hlutdeild úr heildarkvóta sem er ákveðin af NEAFC, kvót EU skipanna er úthlutað aflamark frá NEAFC og +- 20%. Þeir sem að standa af NEAFC sömdu um það að úthafskarfaveiðar byrjuðu ekki fyrr en 10 maí, en EU skipin og Rússr eru oftast mættir í apríl og það gætir þú fengið væntanlega staðfest hja stjórnstöð vaktsiglinga.
Að lokum er ekkert eftirlit með löndunum á úthafskarfa hjá Rússum og EU skipum.
Birkir leigupenni
Birkir (IP-tala skráð) 27.3.2012 kl. 21:24
Ef þú kynnir þér makrílinn að þá er hann mikill ránfiskur, þessar 3 miljónir tonna af biomassa sem að hann innbyrðir hér á Íslensku hafsvæði(10% nýtni milli fæðuþrepa), detta ekki af himnum ofan, hann er í beinni samkeppni um fæðu við þá nitjastofna sem eru fyrir. Makríllinn sópar allt smátt sem verður á vegi hans hvort það séu áta eða loðnu, ýsu ufsa eða þorskseiði. Langbest væri að þetta kvikindi væri ekki í íslensku lögsögunni.
Birkir (IP-tala skráð) 27.3.2012 kl. 21:30
Geisp.
LÍÚ svindlar og manipúlerar - Innbyggjarar hissa!
Me not só hissa.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.3.2012 kl. 21:38
Ómar leigupenni Samfylkingarinnar
það þýðir ekkert að rökræða við þig, enda ertu greinilega einn af þeim sem hefur alltaf rétt fyrir þér, en hafðu góða nótt
Birkir
Birkir (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 00:08
Eg tala aðeins staðreyndir. það er vgna þess að eg kynni mér mál. (Óvanalegt í íslensku samhengi)
það hvað einhver ,,birkir" og önnur nöttkeis bulla er ekkert relevant fyrir staðreyndir sem eg flyt og legg út af. Og beisikklí er babbl og bull ykkar LÍÚ-linga ekki relevant fyrir eitt né neitt - nema að þar sést prýðilega afhverju íslandi var rústuðað hérna. Talsverður hluti innbyggjara er hreinlega fábjánar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.3.2012 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.