26.3.2012 | 16:35
Sjálftaka LÍÚ stoppuð af.
LÍÚ vælir og skælir.
LÍÚ hágrætur núna í beinni á RUV.
þáttastjórnendur reyna að hugga og þurrka tárin.
Eg sakna þess þó úr frumvarpinu að ekki er tekið á hrifsáráttu LÍÚ varðandi makrílinn. En þeir hrifsa til sín um 1/4 makrílkvótans landi og lýð til stórskaða og álitshnekkis.
Gildistíminn verður 20 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sérhagsmunagæslusamtökin LÍÚ eru ekki hrifin. Það eitt þýðir bara eitt: Frumvarpið er gott.
Gleymist oft í umræðunni að við, þjóðin, erum líka hagsmunaaðilar sem þurfum að standa á okkar eigi ekki smákóngar samfélagsins að vaða uppi.
Líst bara vel á þetta frumvarp við fyrstu sýn.
Til hamingju Íslendingar.
(p.s. Nú verður Hádegismóri væntanlega alveg rasandi því útlit er fyrir lækkandi laun nær áróðursrit LÍÚ, Morgunblaðið, ekki að snúa hug þjóðarinnar LÍÚ í vil. Verður fróðlegt að lesa leiðarana næstu dagana. Best að fara poppa.)
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 16:49
þeir verða brjálaðir sko. LÍÚ. Moggi á eftir að fara hamförum á næstunni.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.3.2012 kl. 16:52
Ps. þetta með makrílinn sko og hvernig LÍÚ fæekk bara að taka sér kvótann á sínum tíma - þ.e. fékk bara að veiða og veiða allt sumarið o.s.frv. og síðan settu stjórnvöld kvóta nokkurnvegin í samræmi við það árið eftir og árin síðan. Að í Færeyjum væri þetta ekki tekið í mál!
Færeyingar segja: Við, þ.e. færeyska þjóðin, eigum þennan fisk sem er í lögsöögunni. Ef það á að fara að veiða svo mikinn makríl umfram það sem hefð er fyrir og í ósamkomulagi við ríki sem hagsmuna eiga að gæta - þá viljum við fá hlutdeild í því! Í framhaldi segja þeir: þetta mun hafa einhver vandræði í för með sér fyrir Færeyjar og landið í heild mun þurfa að svara fyrir þetta. þ.e. að veiða svona í óþökk annarra þjóða etc.
þessvegna eru makrílveiðiheimildir boðnar út og seldar í Færeyjum fyrir stórar upphæðir. Sem Samherji ma. kaupir þar því Samherji er orðinn umsvifamikill í Færeyjum.
En hérna? Hérna eru menn bara alveg æstir í að gefa LÍÚ allt sem hreifist og það eins sem innbyggjarar vilja er smá slatti af þjóðrembingi sem mogginn matar þá á með teskeið á hverjum degi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.3.2012 kl. 17:03
Þetta er liður í ríkisvæðingu sjávarútvegsins. Pólitíkusarnir telja sig geta rekið hlutina betur. Taka kvótann til sín og úthluta eftir geðþótta og taka allan hagræðingarhvata út úr kerfinu og málar aðila sem starfa í sjávarútvegi upp eins og glæpamenn.
Eina sem "þjóðin" hefur upp úr því er sóun á verðmætum, þeim er kastað út um gluggann í einhverjum pólitískum hrossakaupum og miðstýringu. Það hefur sýnt sig með strandveiðina að hún hefur dregið niður verðið. Þetta er er blekkingarvefur þessarar sósíalkommúnísku ríkisstjórnar sem hér rífur allt niður.
Þú skalt vita það Ómar að útgerðir vítt og breytt um landið hafa dregið tugi milljarða inn í hagkerfið með makrílveiðunum. Öfugt við þína hugsjón sem gengur út á að afsala auðlindum íslendinga inn í ESB til þeirra pólitísku hálfvita sem þar bora í nefið á sér með blýöntum og sleikja stimpla.
Njáll (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 17:11
þessi ,,njáll" er alveg lýsandi dæmi fyrir sauðheimsku sumra innbyggjara sem moggi maar á þjóðrembingsteskeið daglega. En það kæmi samt ekki á óvart að hann væri á vegum LÍÚ. Væri þá leigupenni LÍÚ.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.3.2012 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.