12.3.2012 | 11:46
Sjallar héldu Minihruninu 2006 leyndu.
það hefur komið í ljós að árið 2006 munaði hálfu hænufeti að ísl. bankarnir færu á hausinn. Vegna lausafjárskorts. Hálfu hænufeti.
þessu héldi þeir Sjallar leyndu fyrir þingi og þjóð og sögðu engum frá fyrr en Styrmir fv. ritstjóri mogga upplýsti þegar hann fór að endurskrifa söguna þarna eftir Sjallahrunið haustið 2008 og kom með ,,vondir útlendingar" teoríuna. þá upplýsir hann þetta. Síðan er það tekið fyrir í Skýrslu RNA og furða skýrluhöfundar sig mikið á þeir Sjallar hafi ekkert lært af þessu og haldið bara áfram á fullri ferð með landið beint fram af bjargbrúninni. Furða sig mikið á sem vonlegt er. þarna ber að taka eftir að Halldór Ásgrímsson hættir sem forsætisráðherra 2006 - og virkar eins og hann sé manna fegnastur að fá að hætta. I wonder why. Eða nei - ég wondera ekkert why.
Ekki slíkur klækjarefur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.