Rógburður íslendinga í garð dana.

það er vel kunnugt að hér á landi á ríkir þjóðrembings söguskoðun. Sú söguskoðun felst mestanpart í rógburðu og fábjánagangi í garð annarra þjóða. þetta er vel þekkt.

Í byrjun eftir að svokallað lýðveldi var stofnað hérna ætlaði þjóðrembingurinn alveg um koll að keyra og söguskoðun innbyggjar einkenndist af fádæma ósmekklegum rógburði í garð dana.

Til dæmis var sú trú ríkjandi að danir hefðu ætlað að skjóta Jón nokkurn Sigurðsson sem frægur var aðallega fyrir að standa alveg bísperrtur á einhverjum þjóðfundi á 19.öld og mótmæla eins og galinn.

Íslendingar breiddu út þann róg að danir hefðu ætlað að ráða hann af dögum ásamt tvem öðrum þjóðfundarmönnum. Sjá má illmælgin td. í þjóðviljanum 1951 þar sem beinlínis er um fullyrðingu að ræða (en þessu var almennt trúað af innbyggjurum:

,,... þeirra eina haldreypi var hinn erlendi her, dönsku dátarnir á götuum Reykjavíkur, meö fyrirskipunina um að skjóta Jón Sigurðsson, Hannes Stephensen og Jón Guðmundsson..." (þjóðviljinn 1951)

Danir létu að ósk danska sendiherranns rannsaka þennan rógburð íslendinga sagnfræðilega. Reyndist auðvitað bara það. þ.e. rógburður uppá íslenska lagið. þjóðrembingur og öfgar.

þegar niðurstöður sagnfræðilegu úttektarinnar kom, þá vildu eða nenntu danir ekki gera opinbert nema smám saman og í rólegheitum. Vegna þess að þeir vissu að á Íslandi mundi spretta upp einhverjir hálfbjánar sem neituðu að horfast í augu við staðreyndir og myndu reyna einhvernveginn að viðhalda þessari vitleysu. Rógburðarsagan hvarf því hægt og hljótt inní gleymskuna því ísl. fræðimenn skömmuðust sín sennilega eitthvað pínkulítið fyrir þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband