9.3.2012 | 22:27
Sérkennilegar æfingar fyrir EFTA Dómstólinum.
Nú flytja menn mál sitt fyrir Efta Dómsstól varðandi skuldarmálið. það er sérfræðingur af ensku bergi brotnu sem er í forsvari.
Í greinargerð virðist fátt nýtt flutt fram, í fljótu bragði.
þó má nefna eitt atriði þar sem þeir taka sjálfan Frankóvíts dóminn Joined cases C-6/90 and C-9/90 og finna út að samkvæmt honum beri ríki eigi ábyrgð á sjóðum ýmiskonar. Framkóvítsmálið snerist um Ábyrgðarsjóð launa. Í einni klausu dómsins er farið yfir að ekki sé afgerandi í Ábyrgðarsjóðs launa dírektífi að opinberir aðilar fjármagni sjóðinn heldur sé það val hvers ríkis o.s.frv. þessvegna sé ekki unnt að gera ríkið ábyrgt af orðum eða klásúlum umrædds dírektífis aleinum.
Af þessu draga málsvarar Íslands, enski spekingurinn í fararbroddi, þá ályktun: Ergo: Ríkið getur ekki verið ábyrgt í skuldarmálinu! Vegna þess að ekki er sagt af eða á hvernig sjóðurinn skuli fjármagnaður heldur er það í höndum hvers ríkis að ákveða það etc.
þetta er alveg ótækt. Algjörlega ótækt.
þeir feila gjörsamlega á því að átta sig á um hvað Frankóvítsdómurinn er. Hvað er svo sagt í framhaldi af ofannefndri klásúlu. það sem er í raun sagt í framhaldi er að í dírektífi ÞARF EKKI AÐ STAFA FRAM RÍKISABYRGÐ TIL ÞESS Að HÚN SÉ TIL STAÐAR!
það er það merkilega og tímamótandi við Frankóvítsdóminn. Halló. Með Frankóvíts var Ríkisábyrgð (State Liability) útvíkkuð samkvæmt Evrópulögum. Útvíkkuð. Ríkisábyrgðin er í rauninni dregin af klásúlum og eðli Evrópusáttmála. EU eða EES Sáttmála eftir atvikum.
þetta vita þeir hjá ESA auðvitað. Eftir Frankóvíts hefur Ríkisábyrgð verið útvíkkuð, má segja, ennfrekar. Í stuttu máli má segja að allt sem flokkast undir framlengingu á Ríkisvaldinu - sé hægt að flokka beint undir ábyrgð þess ef einstaklingar hljóta skaða af gjörðum eða vangjörðum áðurnefndra framlenginga. Tryggingarsjóðir falla þar undir vegna eðli starfseminnar og tilurðar sjóðanna. þetta er allt farið yfir nákvæmlega í uppleggi ESA. Málsvörn Íslands svarar í rauninni í engu áliti eða uppleggi ESA.
Eg verð að segja að það er einkenilegt að sjá þennan snúning í málsvörninni á Frankóvítsdóminum. Mér finnst þetta eigi traustvekjandi.
Kröfugerð ESA svarað vegna Icesave-málsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.