þingið þarf að samþykkja

atkvæðagreiðsluna. Að ég tel.

þ.e.a.s. að Papandreo getur ekki ákveðið það einn að atkvæðagreiðsla skuli fara fram. þingið verður að samþykkja það, mundi eg halda.

Og ef það er rétt, þ.e. að þingið þurfi að samþykkja - þá er ekki endilega sjálfgefið að það geri það. Papandreo hefur aðens 2 sæta meirihluta núna á þingi.


mbl.is Grikkir valda glundroða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil ekki hvað þingið í Aþenu er að gera.  Það er valdalaust.

Sovéteinræðisherrarnir í Brussel eru búnir að ákveða hvað Grikkland á að gera.

 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 16:01

2 identicon

Það sem valdaelítan í Brussel óttast mest er þjóðartakvæðagreiðslur eða beint lýðræði þegnanna.

Þess vegna leggjast þeir nú á eitt við að koma í veg fyrir að Gríska þjóðin fái í þjóðaratkvæðagreiðslu að ráða örlögum sínum.

Þeir munu ekki hika við að beita öllum brögðum til að bola Papandreo forsætisráðherra frá til þess að Gríska þjóðin fái aldrei að koma að þessu máli.

Þetta mál hefur þegar verið ákveðið af Ráðstjórninni í Brussel, eða fjórmenningaklíku sem þar ræður öll.

Það er Þeim Merkel, Sarkozy og Barosso Framkvæmdastjóra Ráðstjórnarinnar og svo Tricket Seðlabankastjóra ESB Seðlabankans.

Aðrar þjóðir og þjóðarleiðtogar þeirra hafa bara mátt drjúpa höfði í hlýðni við þessa illskeyttu fjórmenningaklíku.

En þessi Fjórmenningaklíka Ráðstjórnarinnar í Brussel vill bæði steikja og sjóða Grískan almenning lifandi til þess eins að bjarga helsu brask- bönkum ESB/EVRU svæðisins frá gjaldþroti. Grískur almenningur getur bara étið það sem úti frýs !

Verði Papandreo bolað frá völdum og Grikkland verði leitt til slátrunar á altari ESB/EVRU samstarfsins þá spái ég blóðugri byltingu alþýðunnar í Grikklandi.

Jafnvel að Ráðstjórnin í Brussel muni þá skerast í leikinn og grípa til hernaðaríhlutunar í anda Sovéttsins til að kæfa niður AND-Evrópska andstöðu, eins og það verður látið heita á máli Ráðstjórnarinnar í Brussel.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 16:19

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Sendum Össur til Aþenu.!!!

Vilhjálmur Stefánsson, 1.11.2011 kl. 16:24

4 identicon

Af blöðum í Þýskalandi að dæma, þá finnst þeim gott að Papandreou sé að boða til kosninga.  Hann tók við stjórnartaumunum áður en að krísan magnaðist.  Ef það verður boðað til kosninga, þá er komin ríkisstjórn sem hefur verið kosin til að kljást við þetta mál.

Spiegel benti á þetta svo og að þær ríkisstjórnir sem hafa verið kosnar í Portúgal og á Írlandi hafa skorið meira niður en þær ríkisstjórnir sem voru á undan. 

Það verður engin hernaðaríhlutun og Grikkir mega gera það sem þeir vilja.  

Gunnlaugur, ég var að reyna að finna kannanir frá Grikklandi um það hvort þeir vilja hætta með evruna og hætta í ESB.  Þekkir þú einhverjar kannanir sem hafa verið gerðar?

Ég hef einungis heyrt í einum Grikkja og hann sagði að Grikkir vildu halda í evruna og vera í ESB.  En hann er aðeins einn Grikki. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 16:27

5 identicon

Hér er ein könnun frá því í lok september. 2/3 Grikkja vilja halda í evruna.

http://online.wsj.com/article/BT-CO-20110925-702980.html 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 16:29

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg hef enga trú á því að Forsætisráðherra geti einn ákveðið þjóðaratkvæðagreiðslu. Þingið hlýtur að þurfa að samþykkja. Samkvæmt síðustu tíðindum eru amk. 6 þingmenn inna flokks Paandreos mótfallnir slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu. Og ef stjórnarandstaða er öll á móti (eins og manni skilst að sé staðreyndin) - þá er ekkert gefið í núverandi stöðu að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla. (Hinsvegar eru líkur til að þetta yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. þar er þó alltaf óvissa og fer mikið eftir hvernig uppleggið verður í aðdragenda slíkrar atkvæðagreiðslu.)

Virðist því, við fyrstu sýn, frekar áhættusamt útspil hjá Papandreo. Ef þingið samþykkir ekki þjóðaratkvæði - þá eru bara þingkosnigar framundan. Og ekki minkar það óvissuna.

Hugsanlega getur verið einhverskonar þjóðstjórn í spilunum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.11.2011 kl. 16:37

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og ps. eins og bent er á þá hafa kannanir sýnt að grikkir vilja Evru og EU. Ef í uppleggi og aðdragenda þjóðaratkvæðagreiðslu að málið fer að snúast um það - þá er einmitt allar líkur til að þetta yrði samþykkt í þjóðaratkvæði.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.11.2011 kl. 16:39

8 identicon

@ Stefán Júlíusson.

Ég veit bara að samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum vilja yfir 60% Grikkja hafna þessum ESB/EVRU björgunarpakka fjórmenningaklíkunnar.

Það þýðir að þessi rúmlega 60% vilja hafna EVRUNNI og forræði ESB yfir þeirra málum.

Svipað er nú upp á teningnum í fjölda annarra ESB og eða EVRU landa að almenningur ber ekkert traust til Ráðstjórnarinnar í Brussel né gjaldmiðilsins EVRUNNAR.

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum í Bretlandi vill meirihluti Breta ganga út úr ESB þegar í stað og flytja glataðar fullveldisheimildir sínar burt frá Brussel og heim til Bretlands á nýjan leik.

Sama er upp á teningnum hér á Spáni þar sem ég bý í 21,5% atvinnuleysinu á landsvísu að meirihluti almennings hér vill líka hafna EVRUNNI sem gjaldeyri sínum og taka upp Pesteann á ný.

ESB stjórnsýsluapparatið og misheppnað EVRU svæðið rambar allt á bjargbrúninni.

Við ættum að hætta þessum aðildarviðræðum þegar í stað !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 16:42

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei þetta er ekki rétt. þessi ,,björgunarpakki" sem kallaður er af sumum - er reyndar bara endurreisnarplan eða prógram - það er alveg ótengt evru og eu í huga fólks í grikklandi.

Málið er að stjórnarandstaðan er búin að spila upp mikið spilverk um að það eigi að gera þetta allt öðruvísi en planið er. það eigi ekki að skera niður og hafa aðhald. Nei nei. þvert á móti eigi að lækka álögur og auka framkvæmdir! það sé málið og stjórn Papandreos geri þetta allt kolvitlaust o.s.frv.o.frv.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.11.2011 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband