29.10.2011 | 21:43
Sambandsflokkurinn bætir við sig
í kosningunum í Færeyjum. þegar talsvert magn atkvæða hefur verið talið í þingkosningunum er fóru fram í dag. þó ber að líta til þess að kerfið er nokkuð flókið og aðallega er fulltalið á smærri stöðum. Sambandsflokkurinn hefur samkv. núvernadi stöðu bætt við sig tveimur mönnum. Nýji flokkurinn Framsókn virðist ætla að ná tveimur mönnum inn. Sjálfstýriflokkurinn og Miðflokkurinn tapa einum manni. Fólkaflokkurinn gæti haldið sínu. Jafnaðarflokkurinn gæti hugsanlega bætt einum við sig.
Hinnsvegar er það sem hefur vakið mesta athygli að þjóðveldisflokkur Högna Hoydals tapar og að því er virðist umtalsverðu. 2-3 mönnum sennilega.
Til þess er tekið í Færeyjum að þjóðveldisflokkurinn hafi aðeins fengið 16 atkvæði á Kunoy í heimastað fyrrverandi fomanns flokksinns Heina O. Heinesen en fékk þar 35 atkv. í kosningum 2008.
http://www.kringvarp.fo/Archive_Articles/2011/10/29/ring-byrjan-hj-tj-veldi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.