Kosið í Færeyjum.

Pólitík í Færeyjum er frekar flókin. Að þar er hefð fyrir tveim megin áherslupólum. Vinstri - Hægri og Samband - Sjálfstæði.

Þetta er dáldið merkilegt. Og sko sambandsinnar og sjálfstæðis geta verið bæði til hægri/vinsti - og öfugt. Oft fá nokkrir flokkar umtalsvert fylgi og því er hefð fyrir samningum milli pólitískra afla. Enginn flokkur fær allt sitt fram og oft verður að gefa umtalsvert eftir. 33 einstaklingar eru á þingi.

Síðast var kosið 2008. Síðan hafa verið tvær þriggja flokka stjórnir. Og eiginlega þrjár því núna í sumar hafa tveir flokkarnir úr síðust stjórn verið í minnihlutastjórn eftir að Fólkaflokkurinn hvarf úr samstarfinu eða var rekinn úr stjórninni vegna flókinna ástæðna.

Samkvæmt nýjustu könnunum bætir Sambandsflokkurinn manni við sig og nýr flokkur, Framsókn, nær inn manni. Fólkaflokkurinn og Þjóðveldisflokkurinn missa mann.
http://www.kringvarp.fo/Archive_Articles/2011/10/28/fesk-veljarakanning-frams-kn-kemur-inn
Ef þetta gengur eftir þá virðast Sambandsinnar hafa styrkt sig örlítið - og þó, Framsókn er separat flokkur, að eg tel. þannig að þetta verður mikið óbreytt líklega. Aðrir flokkar, Jafnaðarflokkurinn, Sjálfstýriflokkurinn og Miðflokkurinn halda sínu. Miðnámsflokkurinn sem er Stúdentaflokkur fær nánast ekkert fylgi frekar en síðast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband