Sérkennileg innkoma hr. Bucheit

í Skuldarmálið viðvíkjandi svör Íslands við því áliti ESA að Ísland beri ábyrgð á lágmarksinnstæðutryggingu samkv. EES laga og regluverki.

Nú kom hann í sjáft Ríkisútvarpið á dögunum með það, að vegna þess að Bretar greiddu innstæðueigendum þegar Ísland feilaði - að þar með hefði Ísland uppfyllt skuldbindingar sínar!

þetta er svo sérkennilegt upplegg að mann setur hálpartinn hljóðan. Jú jú, maður hefði alveg trúað allskyns öfga og ofsamönnum allrahanda til að koma með svona og það hafa þeir vissulega gert en átti tæplega von á slíku úr akkúrat þessum ranni. Má sjá hér:
http://www.ruv.is/frett/stadid-vid-allar-ees-skuldbindingar

Svo segir Árni Páll, réttilega, að þetta hafi komið upp í þessum skeytasendingum ESA og Íslands en gerist síðan ónákvæmur og segir upplegg ESA vera: ,,að brot okkar felist í því að endurgreiða ekki breskum og hollenskum stjórnvöldum það sem þau hafa lagt út."
http://www.ruv.is/frett/sjonarmidin-margsinnis-komid-fram

þetta er ekki nákvæmt. ESA hefur einfaldlega sagt að málið snúist um hvort Ísland hafi uppfyllt sínar skuldbindingar samkvæmt EES laga og regluverki varðandi innstæðutryggingar. það að Bretar hafi greitt innstæðueigendum sé irrelevant. Málið snúist ekkert um hvort Breskir innstæðueigendur séu betur eða verr settir, heldur hvernig Ísland meðhöndlaði innstæðueigendur. Þetta kemur td. fram í rökstuddu áliti ESA. Mér finnst þessi rökfærsla ESA ekki sérlega flókin og frekar plein. Hitt sem öfga og ofsamenn hafa verið með og nú siðast hr. Buchheit - sú röksemdafærsla finnst mér alveg útúr kú og ekki við hæfi svona snillings eins og Bucheit að koma upp með. Eg er frekar hissa á þessu. Verð að segja það.

,,For the sake of completeness, the Authority notes that the fact that the United Kingdom and Dutch authorities have compensated the majority of deposit holders under the respective national deposit guarantee schemes is irrelevant with regard to whether Iceland has complied with its obligations under the Directive. The issue is how Iceland has treated different groups of depositors, not whether as a matter of fact they might be better or worse off."
http://www.eftasurv.int/media/internal-market/RDO-180_11_COL.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband