5.9.2011 | 12:31
Bjarni Ben gæti nú alveg svarað
forseta eins og hver annar.
Seint á árinu 2008 steig Bjarni Ben uppí ræðustól á þingi og sagði:
Ég held að það sé afskaplega mikil einföldun á þessu máli öllu saman að telja í raun og veru að það hafi verið valkostur fyrir íslensk stjórnvöld að standa stíf á lögfræðilegri túlkun og halda henni til streitu, jafnvel fyrir dómstólum, hvort sem það væri á alþjóðlegum vettvangi eða hér heima fyrir íslenskum dómstólum.
Það er alveg ljóst að sú leið sem valin var og sá farvegur sem málið er í núna mun alveg örugglega skila okkur hagstæðari niðurstöðu en við hefðum fengið með því að láta reyna á rétt okkar og ef við hefðum síðan mögulega tapað þeirri þrætu fyrir dómstólum. Það er alveg öruggt."
Og þarna ætluðu þeir sjallar að fara að semja um að ríkissjóður greiddi allt á 10 árum með tæpl. 7% vöxtum.
Talandi um lýðskrum og vitleysisumræðu.
Ætlar ekki að munnhöggvast við forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.